Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 123
lífsstíll
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 123
Jónína Benediktsdóttir, íþróttafræð-
ingur og annar eigandi detox Jónínu
Ben. í Mývatnssveit, reykjanesbæ og
póllandi, lærði að synda þegar hún var
fimm ára. Það kom þannig til að faðir
hennar ákvað að læra að synda og þá
vildi hún það líka. Hún fór að keppa
í sundi tveimur árum síðar og næstu
árin vann hún til ýmissa verðlauna.
Jónína fer yfirleitt í sund á hverjum
degi hvort sem hún er hér á landi eða
í póllandi. á íslandi fer hún í jarðböðin
í Mývatnssveit og í Vesturbæjarlaugina
en í póllandi syndir hún í vatni nálægt
þeim stað þar sem hún rekur fyrirtæki
sitt.
„Ég verð ómöguleg ef ég fer ekki
í sund á hverjum degi,“ segir Jónína.
„Það er mikill lækningamáttur í
vatninu og ég endurnærist og fyllist
krafti.“ Hún bendir á að gott sé að
fara í heita pottinn og í sána en hún
segir að í sána losni um þungmálma í
líkamanum.
eins og allir ættu að vita er
nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega.
íþróttafræðingurinn segir: „líkaminn
framleiðir efni sem hægt og rólega
veldur eyðingu á heilbrigðum frumum
en um er að ræða byrjunina á dauða-
ferlinu. Við verðum að hreyfa okkur til
að seinka öldrunarferlinu.
Sund er líka huglægt en það skiptir
máli að vera úti í ró og næði og
stunda þar þessa íþrótt. Ég ráðlegg
fólki að fara í sund. íslendingar eru
heppnir að eiga þessa náttúruauð-
lind.“
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
borgarfulltrúi las síðast
bókina the reader en búið
er að gera kvikmynd eftir
sögunni sem Þorbjörg Helga
sá í kjölfarið. „Ég mæli
með henni þó að í bókinni
sé farið dýpra í málefnið.
Það sem snart mig mest
við lestur bókarinnar er að
fjallað er um þá kynslóð í
Þýskalandi sem segja má
að hafi erft skömmina í
kjölfar útrýmingarinnar á
gyðingum í seinni heims-
styrjöldinni. aðalpersónan
er unglingur sem upplifir
þessa skömm.“
Þorbjörg Helga segir að
sagan sé skemmtileg þar
sem fléttað er saman alls
kyns pælingum í kjölfar
áfalls sem heil þjóð upplifir.
í dag er hún að lesa bók-
ina Water for elephants eftir
Sara gruen en hún fjallar
um ungan dýralæknanema
sem slæst í för með sirk-
usfólki og annast dýrin sem
tilheyra þeim sirkus.
Þorbjörg Helga segir að
bóklestur sé góð afþreying
og að hún hvílist þá vel. Hún
les mest skáldsögur og við
val á bókum fer hún oft eftir
erlendum ritdómum. í bóka-
hillunni hennar er meðal
annars að finna rómant-
ískar bækur, spennusögur
og vísindaskáldsögur. „Ég
týni mér í öðru umhverfi við
lestur góðrar bókar og fer að
hugsa um aðra hluti. Það er
mikil hvíld í því.“
áhugamálið
læknIngamáttur vatnsIns
Jónína Benediktsdóttir. „Það er mikill lækningamáttur í
vatninu og ég endurnærist og fyllist krafti.“
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. „Ég týni mér í öðru umhverfi við lestur
góðrar bókar og fer að hugsa um aðra hluti. Það er mikil hvíld í því.“
Bækurnar
the reader og
Water for elephants