Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 125

Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 125
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 125 bílar skottglaðIr kínverjar Kínverjar elska bíla með skotti. fyrstu fimm mánuði þessa árs seldust 1.197.200 bílar á þessum stærsta bílamarkaði í heimi. Söluhæstur var Buick excelle, 94.300 bílar, Hyundai elanta, nýja týpan, 93.400 bílar, Volkswagen Jetta, 88.400 bílar, kínverski smábílinn Byd f3, 86.400 bílar og í fimmta sæti Volkswagen Santana, 73.200 stykki,en þetta er eldri gerðin af passat, sérhannaður fyrir kínverska markaðinn. í næstu fimm sætum eru Hyundai elantra, eldra módelið, Chery QQ, xia li, Honda accord og toyota Camry. Samtals eru topp tíu bílarnir með um 80% af sölunni, eða tæplega 800 þús- und bifreiðar. enginn af mest seldu bílunum í evrópu eru með skotti, en þrír söluhæstu á sama tímabili voru VW golf, ford fiesta og opel astra. nÝr golf á mIllu nýjan Volkswagen fyrir minna en milljón. fyrsta kynslóð Volkswagen golf er enn framleidd, í Suður-afríku, undir nafn- inu Citi. Bíll sem er bæði einfaldur og snjall. Byrjað var að framleiða fyrstu kynslóðina af golf í Þýskalandi fyrir tuttugu og fimm árum, þjóðhátíðarárið 1974. Síðan hefur golfinn bæði stækkað og bólgnað út. enda hefur hann verið í far- arbroddi í sínum flokki allar götur síðan. og nú aldarfjórð- ungi seinna er verið að kynna sjöttu kynslóðina af þessum merka bíl sem framleiddur hefur verið í meira en 25 millj- ónum eintaka. en það er sem sagt hægt að fá nýjan bíl af fyrstu kynslóðinni, það er bara að hafa samband, við www. vw.co.za, velja lit og fá hann síðan sendan heim. gÓður beYgjuhrIngs- radíusarhrIngur toyota iQ nær ekki þremur metrum að lengd. Samt fyrir fjóra, fær fimm stjörnur í evrópska árekstraprófinu og eyðir innan við fimm lítrum á hundraðið. Betra getur það varla verið. eða hvað? er eitthvað spennandi að aka svona bíl? Svo sannarlega. Það kom mér mest á óvart. Það eru fáir bílar sem koma mér orðið á óvart en þessi gerði það svo sannarlega. í ökumanns- sætinu virkar þetta stór bíll, enda er hann breiður. Það fer vel um mann og sætin eru góð. Mælaborðið er einfalt, en gefur góða yfirsýn. allur frágangur á bílnum er til fyrirmyndar. Síðan er hann með búnað sem finnst bara í stærri og dýrari bílum, svo sem spólvörn, skriðvörn, abs-bremsum og níu líknarbelgi. Beygjuradíusinn er frábær, gott í borg- arumferð. Krafturinn: sextíu og átta hross. alveg nægjanlegt, jafnvel í lang- ferð. en aftursætin eru þröng og útsýni lítið; bíllinn er því bestur í stuttar ferðir. Skottið? lítið. nánast bara rými fyrir eina kippu af bjór. Það er hins vegar einfalt að leggja aftursætin niður, þá er hægt að flytja nokkra kassa af bjór. og jafnvel Bjarni kunningi minn, mikill bílakarl, prófaði bílinn, og átti örfá orð. Svona eins og „ha, þetta er frábær akstursbíll.“ eru það ekki bara passleg lokaorð?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.