Frjáls verslun - 01.05.2009, Síða 125
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 125
bílar
skottglaðIr kínverjar
Kínverjar elska bíla með skotti. fyrstu fimm mánuði þessa
árs seldust 1.197.200 bílar á þessum stærsta bílamarkaði
í heimi. Söluhæstur var Buick excelle, 94.300 bílar, Hyundai
elanta, nýja týpan, 93.400 bílar, Volkswagen Jetta, 88.400
bílar, kínverski smábílinn Byd f3, 86.400 bílar og í fimmta
sæti Volkswagen Santana, 73.200 stykki,en þetta er eldri
gerðin af passat, sérhannaður fyrir kínverska markaðinn. í
næstu fimm sætum eru Hyundai elantra, eldra módelið, Chery
QQ, xia li, Honda accord og toyota Camry. Samtals eru topp
tíu bílarnir með um 80% af sölunni, eða tæplega 800 þús-
und bifreiðar. enginn af mest seldu bílunum í evrópu eru með
skotti, en þrír söluhæstu á sama tímabili voru VW golf, ford
fiesta og opel astra.
nÝr golf á mIllu
nýjan Volkswagen fyrir minna en milljón. fyrsta kynslóð
Volkswagen golf er enn framleidd, í Suður-afríku, undir nafn-
inu Citi. Bíll sem er bæði einfaldur og snjall. Byrjað var að
framleiða fyrstu kynslóðina af golf í Þýskalandi fyrir tuttugu
og fimm árum, þjóðhátíðarárið 1974. Síðan hefur golfinn
bæði stækkað og bólgnað út. enda hefur hann verið í far-
arbroddi í sínum flokki allar götur síðan. og nú aldarfjórð-
ungi seinna er verið að kynna sjöttu kynslóðina af þessum
merka bíl sem framleiddur hefur verið í meira en 25 millj-
ónum eintaka. en það er sem sagt hægt að fá nýjan bíl af
fyrstu kynslóðinni, það er bara að hafa samband, við www.
vw.co.za, velja lit og fá hann síðan sendan heim.
gÓður beYgjuhrIngs-
radíusarhrIngur
toyota iQ nær ekki þremur metrum að lengd.
Samt fyrir fjóra, fær fimm stjörnur í evrópska
árekstraprófinu og eyðir innan við fimm lítrum
á hundraðið. Betra getur það varla verið. eða
hvað? er eitthvað spennandi að aka svona bíl?
Svo sannarlega. Það kom mér mest á óvart.
Það eru fáir bílar sem koma mér orðið á óvart
en þessi gerði það svo sannarlega. í ökumanns-
sætinu virkar þetta stór bíll, enda er hann
breiður. Það fer vel um mann og sætin eru góð.
Mælaborðið er einfalt, en gefur góða yfirsýn.
allur frágangur á bílnum er til fyrirmyndar.
Síðan er hann með búnað sem finnst bara
í stærri og dýrari bílum, svo sem spólvörn,
skriðvörn, abs-bremsum og níu líknarbelgi.
Beygjuradíusinn er frábær, gott í borg-
arumferð. Krafturinn: sextíu og átta
hross. alveg nægjanlegt, jafnvel í lang-
ferð. en aftursætin eru þröng og útsýni
lítið; bíllinn er því bestur í stuttar ferðir.
Skottið? lítið. nánast bara rými fyrir
eina kippu af bjór. Það er hins vegar
einfalt að leggja aftursætin niður, þá
er hægt að flytja nokkra kassa af bjór.
og jafnvel Bjarni kunningi minn, mikill
bílakarl, prófaði bílinn, og átti örfá orð.
Svona eins og „ha, þetta er frábær
akstursbíll.“ eru það ekki bara passleg
lokaorð?