Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 129

Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 129
fólk F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 129 nafn: Þórdís ágústa ingólfsdóttir. fæðingarstaður: reykjavík, 24. október 1955. foreldrar: ingólfur Snorri ágústsson (1917), verkfræðingur, lést árið 1997 og ásdís einarsdóttir (1925) hjúkrunarfræðingur. Maki: gísli ragnarsson, viðskipta- fræðingur. Börn: Vigdís Svava, 26 ára, Snorri, 22 ára, ásdís Hrund, 19 ára. Stjúpsonur Halldór ragnar, 33 ára. Menntun: Hjúkrunarfræðingur frá Hí. Ma í mannauðsstjórnun frá við- skipta- og hagfræðideild Hí. „Starfsvettvangur minn hefur að langmestu leyti verið á sjúkra- húsum í Reykjavík, þ.e. Borgarspítalanum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðan Landspítala frá árinu 2000.“ Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir tók við við starfi mannauðsráðgjafa á Lyflækn-ingasviði Landspítala í júní og lét þá um leið af störfum sviðsstjóra hjúkrunar á endurhæfingarsviði LSH. „Lyflækningasvið er stærsta svið Landspítala með ríflega 1500 starfsmenn. Þeir hafa fjölbreytta menntun og sinna ólíkum störfum sem tengjast þó öll því að veita þjónustu þeim sjúklingum og aðstandendum þeirra sem til spítalans leita. Teymisvinna er mikilvæg til að þekk- ing hvers og eins nýtist sem best og til að auka skilvirkni. Auk Íslendinga starfar fjöldi útlendinga í ólíkum störfum við sviðið. Mannauðsráðgjafar starfa náið með stjórn- endum sviðsins, þ.e. framkvæmdastjóra, deildarstjórum og yfirlæknum, meðal annars við áætlanagerð um mönnunarþörf deilda og eininga, ráðningar, móttöku nýliða, sí- og endurmenntun, þjálfun og starfsþróun, starfslok. Stuðla að bættu starfsumhverfi í samráði við stjórnendur. Einnig er hluti af starfinu að samræma mannauðstengd verk- efni og miðla þekkingu innan sviðs og milli sviða.“ Þórdís útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BS-gráðu í hjúkrunarfræði árið 1979 og lauk MA-prófi í mannauðsstjórnun í janúar 2008. „Starfsvettvangur minn hefur að langmestu leyti verið á sjúkrahúsum í Reykjavík, þ.e. Borgarspítalanum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðan Landspítala frá árinu 2000. Ég hef lengst af verið í stjórnunarstarfi, fyrst sem deildarstjóri á endurhæfingardeild á Grensási og frá árinu 2000 til vors árið 2009 sem sviðsstjóri hjúkrunar á endurhæfingar- sviði Landspítala.“ Þórdís er gift Gísla Ragnari Ragnars- syni, viðskiptafræðingi, markaðsstjóra hjá Kögun. „Við eigum saman þrjú börn, Vig- dísi Svövu, 26 ára, hún er íþróttafræðingur og stundar nú nám í sjúkraþjálfun í Óðins- véum, Snorri, 22 ára nemi í viðskiptadeild HÍ og Ásdís Hrund, 19 ára nýstúdent frá MS sem hyggur á nám í verkfræði í haust. Einnig á ég stjúpson, Halldór Ragnar, 33 ára, hann er sjávarútvegsfræðingur og starfar sem aðstoðarútibússtjóri hjá Kaupþingi á Akureyri. Hann er í sambúð með Jónínu Guðmundsdótttir viðskiptafræðingi og eiga þau tvíburana Guðmund og Jón Inga, 5 ára og Ragnar, 4 mánaða.“ Þegar kemur að áhugamálum segir Þórdís fjölskylduna vera sitt helsta áhugamál en nefnir einnig gönguferðir og útiveru almennt og bóklestur: „Síðasta góða frí sem við hjónin fórum í var til Ítalíu síðastliðið sumar. Þar dvöldum við viku í yndislegu sumarhúsi í sveitasælunni í Umbriu og ferðuðumst um Toscana í eina viku, skoðuðum vínrækt- arhéruð, fórum og gistum ýmist í smábæjum eða borgum og enduðum ferðina í Róm þar sem við dvöldum í þrjá daga. Fyrir utan vikuferð til Danmerkur nú í byrjun júlí þar sem við ætlum að heimsækja dóttur okkar í Óðinsvéum er ætlunin að ferðast um landið. Við ferðumst mikið innanlands á sumrin og ætlum ekki að breyta út af þeim vana í sumar.“ mannauðsráðgjafi á lyflækningasviði landspítala ÞÓRDÍS ÁGÚSTA INGÓLFSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.