Frjáls verslun - 01.09.2005, Qupperneq 71
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 71
skapaði. Þess má geta að í ár eru 400 ár síðan fyrra
bindið um riddarann hugumstóra kom út.
„Mio Cid er hetja raunveruleikans og Don Quijote
er hetja fantasíunnar. Í heimahéraði þeirra beggja,
Castilla, er ferðamönnum boðið upp á „La ruta de
Mio Cid“ og „La ruta de Don Quijote“ - farið er með
ferðamenn á þá staði þar sem viðkomandi hetjur
voru og þeir geta valið hvort þeir vilja eltast við
fantasíuna eða raunveruleikann.“
Aðspurð um spænskar nútímabókmenntir segir
Margrét að þar sé mikil gróska um þessar mundir
en vinsælustu bækurnar fjalli enn um spænsku
borgarastyrjöldina. „Spænska borgarastyrjöldin er á
margan hátt óuppgerð í þjóðarsál Spánverja. Ekkert
uppgjör fór fram eftir að Franco lést fyrir 30 árum og
þeir sem biðu lægri hlut vilja að saga þeirra heyrist.
Það er sársaukalausast að gera það í gegnum bók-
menntir.
Spánn siglir inn í spennandi 21. öld. Viðskiptalífið
blómstrar og smjör drýpur af hverju strái. Innganga
Spánverja í ESB hefur haft jákvæð áhrif á stjórnarfar
og efnahagslíf. Þessi velgengni helst í hendur við
blómstrandi menningu sem gefur svo mikið af sér
að þegar ég er spurð að því hvaða borg í Evrópu hafi
tekið við menningarforystunni, er svarið Barcelona.“
„Spænska borgarastyrjöldin er á
margan hátt óuppgerð í þjóðarsál
Spánverja.“ segir Margrét Jónsdóttir.
Jesús Potenciano fæddist
í smábæ nálægt Toledo
sem er lítil og merk borg á
hásléttunni - la meseta - í
Castilla-héraði. Þriggja ára
gamall flutti hann með fjöl-
skyldu sinni til höfuðborgar-
innar, Madrid.
Árin liðu. Jesús var
einhverju sinni í Málaga
þegar hann hitti íslenska
konu, Maríu Önnu. Þau
urðu ástfangin, giftu sig
og hér hefur Jesús búið í
32 ár. Hann hefur kennt
spænsku við Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti í fjölda ára
auk þess sem hann kennir
við spænskudeild Háskóla
Íslands.
Jesús gefur uppskrift
að tapas. Um er að ræða
smárétti sem algengt er
að fáist á kaffihúsum og
börum á Spáni. Segja má
að tapas sé lífsmáti á
Spáni. Lífsstíll.
Upphaflega var boðið
upp á tapas á „tascas“
sem voru litlar og látlausar
vínstofur sem fjölskyldur
ráku.
„Spánverjar bjóða
gestum sjaldan heim en
nota hvert tækifæri til að
hitta vini og kunningja á
kaffihúsum, á börum eða
veitingahúsum. Þess vegna
er svo mikið um slíka staði
þar sem boðið er upp á
smárétti. Fjölbreytni smá-
réttanna er í samræmi við
listrænt viðhorf þess sem
eldar.“
Fylltir sveppir, fyrir fjóra
16 stórir sveppir
2 laukar
Ein lítil rauð paprika
Einn stilkur steinselja
Þrjú hvítlauksrif
350 g spægipylsa
Svartur pipar
Ólífuolía
Salt
Hreinsið sveppina vel.
Skerið stilkana og geymið
hattana á sveppunum.
Hakkið stilkana í litla bita.
Hakkið laukinn og paprik-
una í litla bita.
Setjið ólífuolíu á pönnu
og gyllið laukinn, paprik-
una og laukstilkana þar til
allt vatn er gufað upp.
Takið utan af spægipyls-
unni og skerið hana í litla
bita. Hakkið hvítlauksrifin
og skerið í litla bita.
Blandið saman á pönnu
með olífuolíu spægipylsu-
bitunum, hvítlauknum,
lauknum, paprikunni og
sveppastilkbitunum og
steikið við lágan hita í átta
mínútur.
Bætið við hakkaðri
steinselju og smávegis af
salti áður en spægipylsan
og hráefnið er tekið af
pönnunni.
Fyllið sveppahattana
með innihaldinu á pönnunni
og raðið þeim í eldfast
mót. Setjið inn í heitan
ofn þar til sveppirnir hafa
fengið á sig gylltan lit.
Berið fram mjög heitt.
Hægt er að nota afgang-
inn af ólífuolíunni á pönn-
unni sem sósu.
Gott rauðvín frá La
Mancha passar vel við
þennan rétt, til dæmis
Monte Don Lucio - Gran
Reserva frá árinu 1998.
Jesús Potenciano gefur uppskrift að tapas-rétti.
SUÐRÆNN SÆLKERAMATUR