Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 6

Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 ÞETTA BLAÐ FRJÁLSRAR VERSLUNAR er helgað konum í viðskiptalífinu. Við erum jafnstolt af þessu tölublaði og öllum öðrum blöðum sem við gefum út. Við vinnslu þess hefur hins vegar komið berlega í ljós að ekki eru allir á eitt sáttir að Frjáls verslun gefi út sér- stakt kvennablað. „Hvað er að ykkur, eru það nýbúar næst?“ var sagt við mig með vanþóknun meðan á vinnslu blaðsins stóð. En hvers vegna leggur Frjáls verslun eitt blað undir konur í viðskiptalífinu þegar blaðið hefur til langs tíma haldið sig við þá bjargföstu skoðun að líta á stjórnendur og leiðtoga sem manneskjur - sem einstaklinga - án kynferðis, kynþáttar og litarháttar; og að í störf stjórnenda séu ráðnir þeir einstaklingar sem hafa mestu hæfileik- ana? Svarið er að hvort sem sumum líkar það betur eða verr þá snýst atvinnulífið ekki bara um tölur og arðsemi heldur líka um tilfinningar, jafnrétti kynj- anna, skoðanir, fólkið á bak við fyrirtækin, manna- mót, skemmtanir og vellíðan fólks í starfi. Umræðan um konur í hlutverki leiðtoga í viðskiptalífinu er vin- sælt umræðuefni og partur af jafnréttisumræðunni. Í ÞESSU BLAÐI Frjálsrar verslunar sýnum við fram á að margt hefur áunnist í baráttu jafnréttis innan atvinnulífsins frá því konur gengu út úr fyrir- tækjum á kvennafrídeginum fyrir bráðum þrjátíu árum og þrömmuðu af eldmóði niður á Lækjartorg. Við sýnum fram á að konur eru orðnar meira áber- andi sem leiðtogar í viðskiptalífinu og stjórnendur stórra fyrirtækja en áður. Fyrir nokkrum árum spurði ég á litlum fundi hvort fundarmenn gætu talið upp nokkrar áberandi konur í viðskiptalífinu. Eitt svarið var svona: „Ja, er ekki Rannveig Rist eig- inlega sú eina?“ Vonandi verður þetta tölublað til að kveða niður svona svör. FYRIRMYNDIR SKIPTA MIKLU máli í jafnréttisumræðunni. Þess vegna þurfa konur í atvinnulífinu að vera sýnilegri - og þær verða að vilja stíga fram í kastljós fjölmiðlanna. Þegar ég tók við rit- stjórn Frjálsrar verslunar fyrir rúmum þrettán árum var mun erfiðara að fá konur í atvinnulífinu í viðtöl. Þetta skiptir máli því það er mikil hvatning fyrir konur og ungar stúlkur, sem hafa áhuga á að stofna eigin fyrirtæki, að hafa fyrirmyndir í þeim konum sem náð hafa árangri í atvinnulífinu. Í ÞESSU TÖLUBLAÐI Frjálsrar verslunar er viðtal við Sigríði Elínu Þórðardóttur, ráðgjafa hjá Byggðastofnun, en hún kom nýlega að athyglisverðri skýrslu um stöðu kvenna í atvinnurekstri í nokkrum löndum. Hún segir að konum finnist þær hafa verra aðgengi að fjár- magni en karlar. „Varðandi aðgengi að fjármagni þá nefndu sumar kvennanna að þegar þær færu á fund fjármálastofnana fengju þær spurningar á borð við: „Hver er maðurinn þinn?“ eða: „Er maðurinn þinn ekki með þér í þessu?“ Jafnframt kemur fram í viðtalinu við Sigríði Elínu að margar konur þjáist af samviskubiti í vinnunni vegna þess að þær hafa áhyggjur af heimilinu og börnunum. „En svo þegar þær eru heima að hugsa um heimilið og börnin fá þær samviskubit yfir að vera ekki í vinnunni.“ OFT VERÐUR UMRÆÐA í atvinnulífinu um það hvort konur eða karlar séu betri stjórnendur - eða hvort kynin beita mismunandi stjórnendataktík. Til margra ára hafa atvinnurekendur (karlar) sagt við mig að konur væru betri starfsmenn en karlar - en karlar væru betri í stjórnunarstörfum en konur. Svona umræða er ágæt en lendir oft í blindgötum. Stóra málið er; að það er mjög einstaklingsbundið hvernig fólki gengur að gegna starfi stjórnenda. Engar tvær manneskjur eru eins! Það eru margir karlar sem hafa hvorki áhuga á að stjórna né að vera í forystu. Þeir hafa heldur engan sérstakan áhuga á að sýna eldmóð og athafnasemi sem einkennir flesta stjórnendur. Það sama á við um konur. NÚNA ERU 90 ÁR frá því að konur fengu kosn- ingarétt á Íslandi. Það er ekki lengra síðan. Engum dettur lengur í hug að nefna kosningarétt kvenna sem tæki í jafnréttisbaráttu líðandi stundar - sá hinn sami væri álitinn galinn. Lykillinn að meiri áhrifum kvenna í atvinnulífinu er aukin menntun þeirra, en ekki síður áhugi þeirra á að hafa áhrif og stjórna. Vilji og eldmóður eru ekki eitt- hvað sem lært er í skólum. Viljinn kemur að innan. Núna eru mun fleiri konur en karlar í flestum deildum háskólanna og flestir gera ráð fyrir að það skili sér í fleiri kvenstjórnendum í atvinnulífinu þegar fram í sækir. Það er þó ekki sjálfgefið. Konur benda ætíð á að það þurfi ekki síst viðhorfsbreytingu í þjóðfélaginu. RÓM VAR EKKI BYGGÐ á einum degi. Á ráðstefnu í Háskól- anum í Reykjavík sl. vetur, þar sem ég flutti fyrirlestur um konur í viðskiptalífinu, hafði ég orð á því í pallborðsumræðum að mér fyndist gæta nokkurrar óþolinmæði í máli sumra þeirra kvenna sem þarna tóku til máls. Ég hnaut sérstaklega um eina setningu sem var einhvern veginn svona: „Við konur erum alltaf að tala um þessi mál, en það gerist bara ekkert.“ Þetta viðhorf kvenna er auðvitað sérlega óheppilegt. Jákvætt viðhorf skiptir öllu máli. Stórir sigrar hafa aldrei unnist með neikvæðni. Stóra viðhorfsbreytingin er auðvitað að hugsa þetta svona: „Það hefur margt áunnist!“ Það þarf ekki annað en halda áfram að lesa þetta tölublað Frjálsrar verslunar til að sjá árangurinn. Jón G. Hauksson RITSTJÓRNARGREIN HVERS VEGNA KVENNABLAÐ? „Eru það nýbúar næst?“ Ég spurði hvort fundarmenn gætu talið upp nokkrar áberandi konur í viðskiptalífinu. Eitt svarið var svona: „Ja, er ekki Rannveig Rist eiginlega sú eina.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.