Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 77

Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 77
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 77 Jafnframt verður gaman að fylgjast með þeirri kynslóð sem er að alast upp í dag. Hún elst upp við þennan hraða á meðan við sem eldri eru ólumst upp við stöðugra umhverfi. Við viljum hafa stjórn á hlutunum og vita nokkurn veginn hvernig morgundagurinn verður. Aftur á móti hefur verið bent á að kynslóðin sem er að alast upp er vön tíðari endurgjöf eins og tíðkast í tölvuleikjum og gæti hún því átt erfitt með að koma inn í umhverfi þar sem lítið er um endurgjöf eins og staðan er í mörgum fyrirtækjum í dag.“ Uppbygging sjálfstrausts Hvernig er hægt að byggja upp sjálfs- traust sem er horfið? „Þegar um hóp starfsmanna á vinnustaða er að ræða þá þarf þó nokkur vinna að eiga sér stað. Auðvitað viljum við að vinnustaðurinn komi á móts við starfsfólkið en yfirleitt er ekki hægt að ganga til baka með breytingar. Það er því mikilvægt að vel sé að breytingum staðið, starfsmönnum haldið vel upplýstum, útskýringar sér rökstuddar og skýrar og að starfsmenn fái sjálfir að koma með tillögur og taka þátt. Jafnframt þarf að gera starfsfólki skiljanlegt að ef það ætlar að taka þátt í breytingunum og aðlagast þeim þarf það að byrja á að skoða viðhorf sitt. Mikilvægt er að benda fólki á tengslin á milli hugsunar, líðanar og hegðunar. Jafnframt þarf að brjóta markmið og verk niður í minni einingar þannig að líkur á skammtímasigrum hjá hverjum og einum aukist og þannig geti starfsmaðurinn fundið fyrir ávinningi af vinnu sinni í gegnum allt ferlið. En eins og áður hefur komið fram geta breytingarnar sjálfir valdið því að sjálfstraust minnkar og viðhorf til sjálfs síns og annarra orðið neikvætt. Því miður hef ég komið inn á vinnustaði þar sem fólk er orðið þreytt og útbrunnið eftir að stöðugar breytingar hafa átt sér stað. Breytingunum verður ekki breytt og stundum taka þær sinn toll. Stundum er þó um hreinan ágreining um eðli breytinganna að ræða og ef ekki er komist að samkomulagi þá er það oft svo að eina leiðin fyrir starfsmann er að skipta um vinnustað. Ef starfsmaður vill vinna áfram þrátt fyrir að honum líki ekki breyt- ingar, og hafi misst sjálfstraust vegna þeirra, er mikilvægt að benda honum á að hugarfar skipti máli fyrir eigin vellíðan. Hann verður að gera sér grein fyrir því að ekki þýðir að bíða eftir að yfirmaður komi til hans með hvatningu og hrós. Hann hefur oft á tíðum ekki tíma né hæfni til þess. Þessum starfsmanni þarf að hjálpa til að finna hvar styrkleiki hans liggur eftir breytingarnar og hvernig hann geti nýtt sér hann í starfi. Auðvitað er best að fá stjórnendur með sér og oftar en ekki hafa þeir tekið þátt í svona uppbyggingarstarfi. Flestir eru þeir af vilja gerðir og tilbúnir til að koma til móts við starfsfólk sitt.“ Linda Bára segir að lokum að aðeins sé hægt að vinna með þeim einstaklingum sem viðurkenna að sjálfstraustið sé laskað og þeir þurfi á aðstoð að halda: „Þeir sem gera sér grein fyrir ástandi sínu koma á fyrirlestra, sitja námskeið, leita ráðgjafar og eru meðvitaðir um ástand sitt. Svo eru aðrir sem ekki viðurkenna að þeir séu í vandræðum og eru í afneitun. Þeir þurfa kannski á mestri aðstoð að halda.“ Linda Bára Lýðsdóttir: „Því miður hef ég komið inn á vinnustaði þar sem fólk er orðið þreytt og útbrunnið eftir að stöðugar breytingar hafa átt sér stað.“ M I K I L V Æ G I S J Á L F S T R A U S T S SJÁLFSTRAUST
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.