Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 83

Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 83
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 83 hennar, Logi Þormóðsson og Bjargey Einars- dóttir, ráku ferskfisksútflutningsfyrirtækið Tros um árabil og hún kynntist rekstri í sjávar- útvegi strax í barnæsku. Hún setti stefnuna á að vinna við sjávarafurðir og útskrifaðist úr sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 1997 og lokaverkefni hennar fjallaði um innanlandsmarkað í ferskfiski, en því verkefni fylgdu rannsóknir á neyslu og sölu á fiski hér innanlands. „Ég var í Bandaríkjunum árið 1992 og vann þá í fiskbúð sem rekin var á gjör- ólíkum forsendum en því sem ég þekkti áður hér að heiman. Það opnaði augu mín fyrir því hversu sala á fiski var frumstæð hér á landi. Öll umræða um fisk og öllu sem honum tengist var frekar neikvæð hér og þar sem litið var á fisk og fiskvinnslu sem annars flokks. Við krakkarnir fengum öll að heyra það einhvern tíma í skólagöngunni að „ef þú lærir ekki, þá endarðu bara í fiski“. Ég var alin upp við metnað í meðhöndlun fiskafurða en foreldrar mínir áttu einnig hlut í Veitingahúsinu við Tjörnina þar sem lögð var áhersla á að bera fram kræsingar úr sjávarfangi. Þar var unnið mikið frum- kvöðlastarf sem matgæðingar kunnu vel að meta. Eftir tilkomu þessa staðar fóru viðhorfin smátt og smátt að breytast og fólk fór að gera sér grein fyrir hversu mikil verðmæti lægju í góðu hráefni og vandaðri matreiðslu fisks. Ég ætlaði mér alltaf að setja á stofn fyrir- tæki með mikinn metnað á þessu sviði og árið 2002 var ég tilbúin að byrja, en vildi endilega undirbúa þetta vel og fór á frum- kvöðlanámskeið hjá Auði í krafti kvenna. Ég fór með því hugarfari að þetta þyrfti að kynna vel, gagnrýna það og laga að markað- inum. Þátttakan gerði mig öruggari og gaf mér mikla gleði og metnað fyrir fyrirtækið mitt og ég sótti mikinn styrk þangað. Hágæða hráefni og sérhæfing Ég fór af stað með þann hugsunarhátt við stofnun fyrirtækisins að öll borðum við. Ég er sjálf þannig að ég versla víða, einn daginn fer ég kannski í Bónus, annan í Nóatún og þann þriðja á enn annan stað. Stundum hentar mér að kaupa ódýran mat í magni, en stundum vil ég kaupa eitthvað dýrara og tilbúið. Við miðum markaðssetn- ingu við fólk sem kann gott að meta og það kunna langflestir í samfélaginu. Fylgifiskar er í raun á milli fiskbúðar og veitingastaðar á heimsmælikvarða og aðal- áherslan er lögð á að hráefnið sé alltaf fyrsta flokks. Við sækjum hráefnið til sérfræðinga á hverju sviði, gæðavottuðum fyrirtækjum með áratuga þjálfun og þekkingu í útflutn- ingi á ferskfiski. Fiskneyslu þarf að kenna Við bjóðum líka upp á allt mögulegt sem nýtist við matargerðina og þar gildir sama reglan, við höfum aðeins góðar vörur, ferskt krydd, góðar olíur og þess háttar á boðstólnum. Fylgifiskar á Suðurlandsbrautinni er nokk- urs konar þjónustuver, við viljum kenna fólki að nýta þetta hágæðahráefni og getum boðið viðskiptavinum okkar upp á leiðbeiningar og kennslu. Við erum líka með þjónustuvef, „fylgifiskar.is“, á netinu fyrir viðskiptavini okkar og þar geta þeir sem vilja skráð sig og fengið upplýsingar um það sem er á döfinni, nýjungar í framboðinu og um tilboð sem eru í gangi hverju sinni. Þessi miðill er talsvert notaður, síðast vorum við með tilboð á grill- rétti sem vakti mikla lukku. Við eigum enn langt í land að nýta það frábæra hráefni sem við eigum í fiskafurðum hér á landi. Það liggur líka í uppeldi sumra að borða ekki fisk og það þarf að kenna fólki fiskneyslu. Hingað koma oft pör þar sem annað hjónanna borðar fisk en hitt ekki og við höfum séð margan fiskhatarann breytast í fiskunnanda á mjög stuttum tíma. Börn vilja oft bragðminni fiskrétti en við búum ekki til sérstaka barnarétti með sykri. Við þekkjum af reynslunni hvað börnum líkar, þau borða fisk með bestu lyst ef hann er rétt matreiddur og við viljum að þau verði fram- tíðarviðskiptavinir með góðan smekk. Framboðið hjá okkur breytist eftir árs- tíðum og við höfum aðrar áherslur í byrjun vikunnar en þegar fer að nálgast helgina. Fyrri part vikunnar bjóðum við hverdags- legri mat eins og fiskibollur, plokkfisk og ýmiss konar raspaðan fisk, þótt auðvitað sé margt annað á boðstólnum. Á fimmtu- dögum og fram að helgi er svo lögð meiri áhersla á hvers konar veislumat. Við erum með úrval forrétta og aðalrétta úr fiski og í kæliborðinu á Suðurlandsbrautinni er að finna yfir þrjátíu fiskrétti hverju sinni. Sushið hefur náð góðri fótfestu hér og allir dagar eru sushidagar í Fylgifiskum en föstudagar eru sérstakir hjá okkur, þá getur fólk valið um bita og raðað í bakka eins og það vill. Aðra daga erum við með tilbúna sushibakka til sölu. Við erum líka með úrval af snyrtum fiski til sushigerðar ef fólk vill prófa sjálft. Fiskréttir eru líka að verða vinsælir sem veisluréttir og veisluþjónustan er alltaf að verða sterkari þáttur í rekstrinum. Þessi þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir og það má til dæmis nefna að fyrstu vikuna í júlí verðum við gestakokkar í nýju ferða- mannaparadísinni í Fossatúni. Miðbæjarútibúið Guðbjörg Glóð rekur nú tvo staði undir nafni Fylgifiska. „Við erum 10 manns sem vinnum hér fulla vinnu. Hér hefur verið sama fólkið frá upphafi og þetta er góður kjarni sem veit hvað hann er að gera. Það má segja að hér sé valinn maður í hverju rúmi. Á Skólavörðustígnum, sem við köllum miðbæjarútibúið okkar, er einnig hægt að kaupa fiskréttina og fá sér fisk og súpu í hádeginu. Þetta er minni verslun, en við bjóðum viðskiptavinum í miðbæ að panta deginum áður og láta senda á Skólavörðu- stíg ef vill. Við flokkum okkur sem hágæða skyndibitastað, hér er bæði hollur og bragð- góður matur sem fljótlegt er að elda. Þessa dagana erum við að leita okkur að góðum stað fyrir þriðja Fylgifiskinn einhvers staðar á Reykjavíkursvæðinu því það er mikill uppgangur og nóg að gera, svo ef einhver veit um laust pláss má endilega láta okkur vita.“ H V E R J U S K I L A Ð I A U Ð U R ? „Við erum eins konar millistig milli fiskbúð- ar og veitingastaðar. Aðaláherslan er lögð á gæði hráefnisins.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.