Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 122

Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 122
122 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 KYNNING SAND Sand höfðar til ALLRA Hulda Rós Hákonardóttir hjá Sand. Í tískuversluninni Sand í Kringlunni geta konur fundið fatnað við sitt hæfi, sama hvort þær leita að spariklæðnaði, vinnufatnaði eða bara einhverju til það láta sér líða vel í heima eða í fríinu. Tísku- línur Sand eru þrjár og fjórum sinnum á ári kemur fatnaður sem hæfir árstíðinni, þaulhugsaður hvað varðar stíl, liti, snið og samsetn- ingu efna. Línurnar þrjár eru mjög ólíkar en vinna saman svo hægt er að blanda þeim hverri við aðra. Hulda Rós Hákonardóttir er eigandi Sand, og hún rekur búðina í félagi við foreldra sína, Rósu Sig- urðardóttur og Hákon Magnússon, en fjölskyldan tók við rekstrinum árið 2002. Sand byrjaði sem blönduð búð með fatnað fyrir dömur og herra, enda framleiðir Sand fatnað fyrir bæði kynin. Hulda segir að það hafi sýnt sig að það hentaði betur að vera eingöngu með kvenfatnað í Sand-versluninni. Góð efni og vellíðan Fatnaðurinn frá Sand skiptist í þrjár línur, White Label, Black Label og Sand Jeans. Í White Label eru eins konar hversdagsföt, peysur, gallabuxur og bolir, en Black Label er fínni lína. Hönnunin er tímalaus, bæði kvenleg og töff og inn á milli eru hlutir sem poppa upp útlitið óski konan þess. Sand Jeans-línan er sportleg og höfðar til yngri kynslóðarinnar. Það skemmtilega við Sand er hve auðvelt er að blanda stökum hlutum milli lína og fá fram mjög persónulega og skemmtilega samsetningu. Dragtir hafa alltaf skipað stóran sess hjá Sand. Gæði og efni skapa vellíðan og ekki þarf að óttast að efnin krumpist þar sem Sand er með sérstaka efnasam- setningu sem sér til þess að það gerist ekki. Konunni líður vel, hún lítur vel út og fylgir tískunni í fatnaði frá Sand. Sand-fatnaðurinn kemur frá samnefndu dönsku fyrirtæki sem er í eigu hjóna og hannar konan, Lene Sand, kvenlínuna. Hulda segir hönnunina og Sand-merkið hafa breyst úr því að vera fyrir eldri konur yfir í að ná til miklu yngri kvenna, allt niður í 25 ára aldur. Búðin er áfram með „hefðbundnu“ hönnunina sem hentar flestum konum og einnig með nýja og spennandi hluti inn á milli. Búðin nær því mikilli aldursbreidd. Íslenskar konur vilja fylgja tískunni og vera í vönduðum fatn- aði og það getur Sand boðið uppá. Tískutímabilin hjá Sand eru að sjálfsögðu fjögur. Hausttískan er á leiðinni og er í ögn dempaðri litum en sumartískan. „Það kemur sér vel því að við erum ekki eins litaglöð og grannar okkar á Norðurlöndum þótt menn séu farnir að verða djarfari en áður var.“ Sand framleiðir tískufatnað í stærðunum 34 til 46 og líka aukahluti eins og belti og töskur. Í haust er að koma á markað Sand-skólína. „Við verðum að sjálfsögðu með bæði aukahlutina og skóna,“ segir Hulda en skólínan er sérlega flott og framandi „og þar með þurfa konurnar okkar ekki að leita þeirra annars staðar. Með því að velja fatnað og aukahluti á sama stað verður heildarmyndin í klæðaburði konunnar glæsilegri og um leið styrkir það búðina að vera með allt á sama stað.“ Hugsunin bak við Sand-línurnar þrjár er að hvaða kona sem er geti fundið sér eitthvað við sitt hæfi...sama hvað hún gerir. NEW YORK DUBLIN BERLIN VIENNA ZURICH MOSCOW WARSAW MADRID STOCKHOLM OSLO HELSINKI PARIS LONDON AMSTERDAM COPENHAGEN EDINBURGH REYKJAVIK Kringlunni • 553 4141 d es ig n .is @ 06 20 05
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.