Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 21

Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 21
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 21 FORSÍÐUEFNI • BANKASTJÓRAR Í LONDON E f útsýnið af skrifstofu Glitnis (áður Íslands-banka) í London blæs ekki starfsmönnum bankans stóra drauma í brjóst er erfitt að ímynda sér hvar það gæti annars gerst. Af svölum skrifstofunnar uppi á sjöundu og efstu hæð í miðri City, rétt aftan við virkiskennda byggingu Bank of England, sér yfir gamlar og nýjar byggingar hverfis- ins, þar sem risa byggingakranar á hverjum auðum bletti bera vitni um gróskuna í efnahagslífi borgar- innar. Steinunn Kristín Þórðardóttir tók við sem framkvæmdastjóri Glitnis í London í nóvember sl., fyrst kvenna til að stjórna íslenskum banka erlendis. Eftir að hafa lært í Bandaríkjunum, starfað þar og í Þýskalandi, meðal annars hjá Enron, er Stein- unn vel í stakk búin til að starfa í London, á einum athafnamesta fjármálamarkaði heims. Glitnir hefur verið með skrifstofur í London síðan 2001. - Verkefni Steinunnar er að styrkja og stækka starfsemina í London, en hvernig ætlar hún að fara að því? „Starfsemi Glitnis í London hefur vaxið síðastliðin tvö ár. Undirstaða rekstursins er mjög góð og til að styrkja stoðirnar enn frekar erum við að flytja hluta af starfsemi alþjóðasviðsins hingað. Það gerir bankanum kleift að bjóða viðskiptavinum skjótari og betri þjónustu. Einnig erum við að byggja upp og auka þjónustuna og leggjum áherslu á að ráða fólk með mikla reynslu af breska markaðnum. Starfsmenn á breska starfssviðinu eru nú 24 en teymið mun stækka verulega á næstu mánuðum. Alþjóðleiki einkennir teymið en hér starfar fólk frá Bretlandi, Frakklandi og Svíþjóð, svo að eitthvað sé nefnt. Glitnir einbeitir sér að þremur sviðum á alþjóð- lega vísu; matvælaiðnaðinum, skipasmíðum og vist- vænni orku. Í Bretlandi er áhersla lögð á matvæla- iðnaðinn, þar sem fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun við samruna og yfirtökur eru okkar helstu starfssvið. Fyrirtækjaráðgjöfin þjónar viðskiptavinum á mark- aðnum hér sem og í Bandaríkjunum. Í skuldsettri fjármögnun einbeitum við okkur að Bretlandi og Norðurlöndum. Fjármögnun Glitnis er svo unnin bæði héðan og frá Íslandi. Það hefur veitt bankanum samkeppnisforskot að hafa starfsfólk með reynslu af erlendum mörkuðum þegar kemur að fjármögnun bankans. Framundan er mikil uppbygging. Við erum meðal annars að byggja upp einkabankaþjónustu í London, Lúxemborg og á Íslandi. Kjarni þessarar starfsemi er á Íslandi og í Lúxemborg. Við leggjum áherslu á að efla þjónustu við viðskiptavini á þeim mörkuðum sem bankinn starfar - í því samhengi er Bretland mjög mikilvægt. Hér þjónar bankinn að auki fyrir- tækjum í ýmsum geirum en um fjórðungur lánveit- inga er til fyrirtækja í matvælaiðnaðinum. Hingað til hefur sókn á markaðinn verið sinnt á Íslandi, en nú munu viðskiptastjórar verða í Bretlandi. Þeir eru helstu tengiliðir bankans við fyrirtæki. Það mun skapa ný viðskipti og tvíefla sóknina.“ - Nú hefur þú reynslu af því að vinna víða. Hvernig er samanburðurinn á vinnudeginum hér, heima og svo annars staðar? „Vinnudagurinn hér er lengri en almennt gerist heima. Í fjárfestingabönkum er vinnudagurinn reyndar nánast allur sólarhringurinn. Hér er ekki óalgengt að fólk vinni 12 til 14 tíma að meðaltali, það fer mikið eftir starfssviði og verkefnastöðu. Hins vegar kemur fólk ekki til vinnu um helgar nema í undantekningartilfellum, en vinnur kannski að heiman. Það kemur reyndar ekki síst til af því að TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON ÚTLENDINGAR META SKAPANDI HUGSUN ÍSLENDINGA Steinunn Kristín Þórðardóttir er framkvæmdastjóri Glitnis í London og stefnir að því að byggja upp alþjóðlegt umhverfi í bankanum. Steinunn Kristín Þórðar- dóttir, framkvæmdastjóri Glitnis í London, er hér í glæstum húsakynnum bankans í City í London.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.