Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.02.2006, Qupperneq 23
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 23 FORSÍÐUEFNI • BANKASTJÓRAR Í LONDON setja á stofn starfsemi á erlendum vettvangi, felst áskorunin í því að takast á við annað tungumál og aðra menningu. Það hefur hins vegar gengið einstak- lega vel hér í Bretlandi og eins hjá Glitni í heild eins og atvinnustaðagreining Gallup sýnir, en þar hefur Glitnir verið hæstur undanfarin ár. Aukinn alþjóðleiki kemur ekki einungis fram í erlendum starfsstöðvum bankans heldur einnig á Íslandi þar sem starfsfólki af erlendu bergi brotnu hefur fjölgað. Einn af framkvæmdastjórum bankans er norskur og nú nýlega kom erlendur stjórnarmaður inn í stjórn bankans. Starfsemin er orðin svo alþjóðleg að við þurfum líka blöndun heima. Þetta hefur mjög jákvæð áhrif og styrkir stoðir starfseminnar á Íslandi sem og erlendis.“ - Hluti af fréttaflutningnum hér úr fjármálaheiminum eru málaferli kvenna á hendur banka fyrir kynferðismismunun sem er greinilega ekki óþekkt fyrirbæri. Hvernig er að vera kvenmaður í breskum bankaheimi? „Reynsla mín er ekkert nema jákvæð. Það gefur mér líklega ákveðna sérstöðu að vera hjá íslenskum banka - Norðurlöndin eru þekkt fyrir jafnræði á vinnumarkaði. Ég hef ekki fundið fyrir neinu öðru en gagnkvæmri virðingu og á góða félaga á markaðnum af báðum kynjum. En ég veit samt að þessi afstaða er mikið rædd hér og ég þekki konur sem hafa hætt vegna hennar. Þó það sé ekki meðvituð ráðstöfun þá eru margar konur í sérfræðistöðum hér hjá bankanum í London og það hefur vakið mikla athygli. Reynsla mín er þó sú að það skiptir engu máli hvort samstarfsmaður eða yfirmaður er karl eða kona. Það er persónu- leikinn sem er lykilatriði í samstarfi. Þegar ég fer á fundi er ég ekki að hugsa um að ég sé kannski eini kvenmaðurinn í hópi fjölmargra herramanna. Vafalaust er það uppskera af góðu uppeldi, menntun og reynslu í starfi. En ef ég fer eitthvað að rýna í mun á kynjunum á vinnustað dettur mér helst í hug að húmor karla og kvenna er ólíkur. Samt er erfitt að skilgreina þetta, ekki endilega að húmor karla sé kaldrana- legri eða kaldhæðnari. Frekar bara að það eru oft ólíkir hlutir í þjóð- félaginu sem karlar og konur fylgjast með og mismunandi hvað fólk tekur eftir og hefur áhuga á. Húmorinn dregur dám af því.“ - Hluti af umgengnissiðum hér virðist liggja í því að sækja pöbbana með „hinum strákunum“ eftir vinnu. Er það eitthvað sem maður má ekki missa af? „Það skiptir almennt máli að taka þátt í félagslífi sem tengist vinnunni. Það er reyndar oft tengt íþróttum - og alls ekki af því að karlmennirnir einir hafi áhuga. Kvenfólk hér er oft áhugasamt um íþróttir, margar stunda einhverjar íþróttir og eru miklar keppn- ismanneskjur. En þegar tvær konur hittast þá er nú kannski ekki endilega byrjað á að tala um fótbolta! Það hefur jákvæð þróun átt sér stað hér und- anfarin ár þar sem konur eru í auknum mæli að efla tengslanet sitt - mér skilst það hafi stóraukist síðari árin. Við skvísurnar veljum kannski frekar að fara á kampavínsbar en á hinn hefðbundna breska pöbb.“ - Nú hafa umfjallanir fjármálastofnana hér dregið athyglina að íslensku fjármálalífi og kannski ekki að öllu leyti á heppilegan hátt. Hver er þín skoðun á þessari umfjöllun? „Umræðan hefur vissulega verið mikil bæði á jákvæðu og nei- kvæðu nótunum en það er ábyrgðarhlutverk íslensku bankanna að útskýra gagnvart aðilum á markaði stöðuna á starfseminni og við- skiptaumhverfi á Íslandi. Þetta er mjög mikilvægt til að koma í veg fyrir ranghugmyndir. Að hluta er gagnrýnin réttmæt en umræðan má ekki verða almennt neikvæð, enda ekki ástæða til þess. Við verðum að stýra betur upplýsingaflæðinu og sýna fram á að við getum stýrt þeim áhættuþáttum sem eru til staðar. Íslensk fyrirtæki og ríkið hafa bætt sig verulega að þessu leyti en það er nauðsynlegt að leggja enn frekari áherslu á þetta þegar neikvæð umræða fer af stað. Til dæmis þarf að koma því skýrt til skila að íslensku bankarnir eru ekki lengur einungis háðir íslensku efna- hagslífi.“ - Hvaða gagnrýni finnst þér réttmæt? „Hraður vöxtur hefur sínar veiku hliðar og greiningardeildir leita auðvitað eftir hættumerkjum við slíkar aðstæður, enda hefur hann verið undirrót umræðunnar. Fjármögnun íslenskra banka og fyrirtækja hefur stóraukist síðastliðin ár vegna örs vaxtar, og mikil- vægt að benda á að á sama tíma hefur áhættudreifingin stóraukist og undirstaða fyrirtækjanna því mun sterkari en áður var. Ein af jákvæðu hliðum þróunarinnar er gífurlega góð afkoma íslensku bankanna. Mikill vöxtur er oft á kostnað arðseminnar og til dæmis er arðsemi Glitnis langt umfram það sem almennt gerist erlendis. Hún hefur verið yfir 30% síðastliðin ár og að sama skapi hefur kostn- aðarhlutfallið haldist lágt sem er mikið afrek.“ - Hvernig finnst þér afstaðan til Íslendinga vera? „Mjög góð. Ég lít auðvitað á mig sem Íslending en þar sem ég hef búið lengi erlendis þá velti ég því ekki fyrir mér þegar ég kem á fundi hvort ég sé eini útlendingurinn frekar en hvort ég sé eina konan. En það er almennt jákvætt að vera Íslendingur og það vekur athygli og áhuga sem leiðir oftar en ekki af sér aukin tækifæri. Í formfestunni hér eiga Íslendingar oft greiðan aðgang að ýmsum viðburðum sem aðrir komast síður á vegna hefða og stétta- skiptingar - við erum mjög ónæm fyrir slíkum hlutum. Bretar sem og aðrir kunna oft að meta að Íslendingar eru bæði framsæknir og frumlegir.“ Vinnudagurinn hér er lengri en almennt gerist heima. Í fjár- festingabönkum er vinnudagurinn reyndar nánast allur sólar- hringurinn. Hér er ekki óalgengt að fólk vinni 12 til 14 tíma að meðaltali. Steinunn var fyrst kvenna til að stjórna íslenskum banka erlendis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.