Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 32

Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N Starfsfólk Sparisjóðsins – við erum í sjöunda himni! 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 % Ánægja viðskiptavina 70 65 75 80 Landsbanki Íslandsbanki KB banki Sparisjóðurinn Ánægðir viðskiptavinir eru okkar hagnaður! Að íslensku ánægjuvoginni standa; Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallup. Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru viðskiptavinir Sparisjóðsins þeir ánægðustu af viðskiptavinum bankakerfisins sjöunda árið í röð. Við lögum okkur að þörfum einstaklinga og einbeitum okkur að því að veita persónulega og góða þjónustu. Við erum í sjöunda himni og þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir! 27. febrúar Nýsir kaupir tvö fasteignafélög í Danmörku Dótturfélag Nýsis hf., Nysir DK, hefur keypt allt hlutafé í tveimur fasteignafélögum í Danmörku. Félögin eru Jehl ApS Tietgens Have og Jehl Aps Atriumhuset. Kaupverðið er trúnaðarmál milli kaupanda og seljanda. 27. febrúar Danskar fasteignir heilla Íslendingar hafa mikla trú á dönskum fasteignum. Þennan dag var ekki bara sagt frá kaupum Nýsis á fasteignafé- lögum í Danmörku heldur einnig kaupum Samsonar Partners á hlut í danska fasteignafélaginu Sjælsø Gruppen. Það var gert þannig að aðal- eigandi Sjælsø, eignarhaldsfé- lagið Rønje Holding, stofnaði félagið Nord Holding ásamt Samson og það félag keypti svo aftur hlut Rønje Holding í Sjælsø Gruppen. Svolítið flókið - en þannig eru viðskipti stundum. 28. febrúar „Óbeinn virkur eignarhlutur“ Sagt var frá því þennan dag að Fjármálaeftirlitið hefði komist að þeirri niðurstöðu að stofnast hefði „óbeinn virkur eignarhlutur“ tiltekinna stofnfjáreigenda í Spari- sjóði Hafnarfjarðar á seinasta ári (SPH). FME tilkynnti stjórn sparisjóðsins þetta 20. febrúar sl. og jafnframt að eftirlitið hefði tekið ákvörðun um að tilteknir stofnfjáreigendur mættu ekki fara sameiginlega með meira en 5% atkvæðisréttar. Annars vegar var um að ræða fimm einstaklinga sem ekki máttu fara saman með meira en 5% í sparisjóðnum og hins vegar tvö fyrirtæki sem sett voru sömu mörk. Sjá ennfremur fréttaskýr- ingu FV á bls. 46. Það urðu miklar sviptingar í stjórn Straums-Burðaráss fjárfest- ingabanka eftir aðalfund félags- ins sem haldinn var föstudaginn 3. mars. Einn stærsti hluthafinn í félaginu, Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Eyjum, sem hefur verið varaformaður stjórn- arinnar, náði ekki kjöri sem varaformaður. Þess í stað var Eggert Magnússon, formaður KSÍ, kosinn varaformaður stjórn- arinnar og að sögn Magnúsar var Eggert kosinn sem fulltrúi „litla mannsins“ í stjórnina. Frásögn Morgunblaðsins af fundinum og viðtal blaðsins við Magnús Kristinsson vakti að vonum mikla athygli. Við skulum glugga í frétt Morgunblaðsins með beinni tilvitnun: „Magnús sagði að þegar fund- urinn átti að hefjast hefði komið í ljós að einn aðalmaður af fimm, Páll Magnússon, var fjarverandi. Hann segir að Björgólfur Thor Björgólfsson, formaður stjórnar, hafi greinilega verið búinn að ákveða fyrir fundinn hver yrði varamaður Páls og greint frá því að Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður, sem er einn af vara- mönnum í stjórn, sæti fundinn í stað Páls. Þetta hafi komið Magnúsi í opna skjöldu. „Allt í einu er Þórunn sest við stjórnarborðið en við gerum enga athugasemd við það. Egg- ert Magnússon tekur síðan til máls og tilkynnir að hann sé öld- ungur fundarins og eigi að setja fundinn, sem hann og gerði. Fyrsta mál á dagskrá var að hann stakk upp á Björgólfi Thor sem formanni og voru allir samþykkir því,“ segir Magnús. Hann segir að þessu næst hafi Þór- unn tekið til máls á fundinum, nánast tilbúin með skrifaða ræðu um að henni þætti eðlilegt að fulltrúi litla mannsins, eins og hún orðaði það, yrði kosinn vara- formaður stjórnar Straums-Burða- ráss fjárfestingabanka. Sá hafi verið Eggert Magnússon, sem var síðan kosinn varaformaður gegn atkvæði Magnúsar. „Og óska ég Eggerti Magnús- syni, fulltrúa litla mannsins, inni- lega til hamingju með að vera orðinn varaformaður Straums- Burðaráss fjárfestingabanka. Vonast ég til þess að hann ræki það embætti vel og dyggilega,“ segir Magnús. „Ég sit þarna klumsa sem fyrrver- andi varaformaður og greiði atkvæði á móti þessu en einn sat hjá, þrír studdu og svo var þessu bara lokið. Það eru ekki nema fimm eða sex mánuðir síðan þessir menn tókust í hendur við sameininguna um að vinna saman að uppbyggingu og ágæti þessa félags.“ Það er óhætt að segja að margur maðurinn hafi pirrast út af léttvægari byltingu en þessari. Það breytti þó ekki því að Magnús bætti við hlut sinn í Straumi-Burðarási fáeinum dögum eftir fundinn. Danskar fasteignir heilla Íslendinga. 4. mars EGGERT FULLTRÚI „LITLA MANNSINS“ Eggert Magnússon, formaður KSÍ.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.