Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 70

Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 70
KYNNING70 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 Maritech ehf. rekur upphaf sitt til TölvuMynda (nú TM Software) en félagið varð til við sameiningu viðskiptalausnadeildar TMS við norskt félag. TM Software, sem hefur verið kjölfestufjárfestir í félaginu, keypti nýlega 95% í því og mun eignast það að fullu á næstu vikum. Maritech býður Navision-viðskiptalausnir og íslenskar sér- lausnir fyrir fyrirtæki og sveitarfélög á Íslandi. Á alþjóðlegum vettvangi býður Maritech hugbúnaðarlausn fyrir sjávarútveg undir vörumerkinu WiseFish, en WiseFish byggir einnig á Microsoft Navision-grunni. Maritech er með eigin starfsemi í fimm löndum, Íslandi, Noregi, Bretlandi, Norður-Ameríku og Chile. Alls starfa um 160 manns hjá fyrirtækinu, flestir á Íslandi eða 63. Kaup TM Software styrkir Maritech Framkvæmdastjóri Maritech er Jón R. Kristjánsson. Hann segir kaup TM Software á félaginu styrkja það, sérstaklega á Íslandi: „Við getum nú boðið breiðari vörur og þjónustu í sam- vinnu við aðrar rekstrareiningar TM Software. Sem stærri heild erum við einnig sterkari í sókn á erlenda markaði.“ Jón tekur fram að erlend starfsemi beggja fyrirtækjanna byggi á sömu hugmyndafræði, að einbeita sér að sérhæfðum markhópi þar sem byggt er á góðum árangri í hugbúnaðar- þróun á heimamarkaði. Vinsæl viðskiptalausn og öflug vöruþróun Samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptablaðsins er Microsoft Business Solution - Navision vinsælasti viðskiptahugbúnað- urinn meðal íslenskra fyrirtækja og um þriðjungur þeirra nota hugbúnaðinn. Á þessu ári mun nafn lausnarinnar breytast í Dynamics Nav og um leið breytir Microsoft nafni annarra við- skiptalausna í sama nafn, þ.e. Dynamics. Þetta er skref á leið viðskiptalausna Microsofts inn í sameiginlega framtíð. Innan fárra ára mun ný kynslóð viðskiptalausna líta dagsins ljós undir þessu nýja nafni. „Framundan eru miklar breytingar í þróun viðskiptalausna og samþættingar þeirra við aðrar lausnir. Samþætting við- skiptalausna við Outlook, SharePoint, CRM og OLAP lausnir munu gerbreyta verkferlum í framtíðinni. Af þeim sökum veðja flestir á samstarf við Microsoft eða aðra stóra alþjóðlega hug- búnaðarframleiðendur varðandi viðskiptalausnir.“ Maritech stundar öfluga vöruþróun. Markmið Maritech er að þróa hugbúnaðarlausnir til að uppfylla sérhæfðar þarfir ákveðinna markhópa, s.s. sjávarútvegs og sveitarfélaga, ásamt séríslenskum lausnum fyrir íslenskar þarfir. WiseFish er dæmi um árangursríka þróun fyrir ákveðinn markhóp. Maritech býður mjög fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað, s.s. launakerfi, tollakerfi, beintengingar við íslenska banka, skuldabréfalausnir, verkbókhaldslausnir, hluthafakerfi og margt fleira. Áhugavert fyrirtæki í alþjóðlegu umhverfi TEXTI: HILMAR KARLSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON ofl. Maritech ehf. Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Maritech, segir viðskiptavini koma úr flestum geirum atvinnulífsins á Íslandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.