Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 81

Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 81
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 81 of lengi á hverjum degi - við Íslendingar köllum það stúf - og hún getur fyrir vikið ekki sinnt sjúklingum sínum alla mánudaga ársins þótt sjúklingarnir séu hjálparþurfi þá sem aðra daga. Henni hefur komið til hugar að safna stúfunum upp í aukasumarfrí en úr því að sumarfríið var sjö vikur fyrir, þá endist sumarið vart í allt þetta frí í ár og ekki batnar ástandið þótt vandanum verði ýtt yfir á næsta ár. Martröð vinnualkans Fyrir svokallaða vinnualka er allt árið ein samfelld martröð. Þá langar til að vinna og vinna og vinna meira. En þá kemur sjeff- inn og segir: Ef þú kemur þér ekki heim á stundinni safnar þú upp svo miklu fríi að þú kemst alls ekkert í vinnuna! Viltu kannski það? Þá fer vinnualkinn heim og lætur sér leiðast. Eða að hann fer að vinna á laun. Hann situr eftir í vinnunni þegar búið er að slökkva öll ljós og hamast við. Stimplar sig út en fer inn aftur; sest við. Ef engin yfir- vinna mælist þarf hann ekki heldur að taka hana út sem frí. Eða að vinnualkinn fer að vinna einn heima og verður að andfélagslegri drullupumpu. Hann tekur með sér verk- efnin heim og gerir þau kannski tvisvar til að fá svalað vinnulöngun sinni. Hann verður að vandamáli í þjóðfélaginu og nýtir ekki frítímann sinn til að eyða laununum sínum og dregur þannig úr veltu í verslun og þjónustu. Það verður að senda hann í meðferð og kenna honum að segja sann- færandi við sjálfan sig: Hvíldu þig, hvíld er góð! Harkan sex Og nú á að bæta gráu ofan á svart. Það á enn að stytta vinnuvikuna. Hætta að hafa hana 37,5 tíma og taka upp 30 tíma vinnu- viku. Fróðir menn segja að 30 tíma vinnu- vika verði orðin almenn regla á norrænum vinnumarkaði eftir tíu ár. Íslendingar sitja hér eftir því þeir hafa enn ekki náð að stytta raunverulega vinnuviku niður í 40 tíma. Þeir eru enn í 50 tíma vinnuvikunni. Með styttingu magnast vandinn enn. Frítíminn verður óbærilegur - að maður tali ekki um vinnutímann. Þegar vinnutíminn er kominn niður í sex tíma á dag er ekki lengur tími til að gera neitt annað en að vinna. Smá droll í vinnunni leiðir til þess að sjeffinn kemur öskureiður og heimtar meiri afköst. Ekki ein mínúta af þessum stutta vinnudegi má fara til spillis. Þá verður ekki lengur hægt að hanga á skrifborðsbrúninni hjá Nonna í næsta bás og tala um fótbolta. Og ef þú ert að byggja getur þú ekki farið út að redda efni í BYKÓ klukkan ellefu og komið svo aftur í vinnuna klukkan tvö - og kallað fjarveruna matar- hlé. Það verða engin matarhlé. Stóri bróðir sér þig Allir verða að keppast við vinnuna allan dag- inn. Þá verður ekki lengur hægt að halda huggulegu sambandi við vini og kunningja í vinnunni. Þá þýðir ekki lengur að láta sem maður sé að skrifa á fullu ef maður er í raun og veru bara að skiptast á MSN- skeytum við Gunnu frænku úti í bæ um síðasta partí. Það verður að fylgjast með fólki í vinnu- tímanum og sjá til þess að allir haldi sig við vinnu allan vinnudaginn frá átta að morgni til tvö á daginn og sjá til þess að verkum sé lokið fyrir þann tíma. Blaðamenn geta ekki skilað af sér hálfskrifuðum greinum og sál- fræðingar geta ekki hætt að rekja garnirnar úr fólki í miðri sálarkreppu æskunnar og sagt að vinnudagurinn sé liðinn. Það verður að ljúka öllum verkum á skemmri tíma en áður. N O R E G S P I S T I L L G Í S L A Hinn kunni blaðamaður, Gísli Kristjánsson í Noregi, fer hér á algerum kostum um styttingu vinnuvikunnar, stúfana í vinnunni, of langt sumarfrí, öll vinnusvikin, tímaþjófana og reykingapásurnar. Þessi grein er hrein snilld. Skyldulesning! MARTRÖÐ VINNUALKANS Tímaþjófur. Vinnualkar segjast verða mjög oft fyrir barðinu á tímaþjófum og nái því ekki að klára verk sín innan dagsins. Fyrir svokallaða vinnualka er allt árið ein samfelld martröð. Þá langar til að vinna og vinna og vinna meira. En þá kemur sjeffinn heima og segir: Ef þú kemur þér ekki heim á stundinni safnar þú upp svo miklu fríi að þú kemst alls ekkert í vinnuna!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.