Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 82

Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 Verður þá nokkuð gaman í vinnunni lengur? Nei, þá eru að baki þessir dýrð- ardagar þegar enginn sagði neitt þótt mæting á vinnustað frestaðist um nokkur akademísk korter og það tognaði eftirminni- lega úr kaffi- og matartímum við uppbyggi- legt spjall um landsins gagn og nauðsynjar. Bara viðstöðulaus vinna frá átta á morgn- ana til tvö á daginn og svo heim að njóta frítímans. Úr þessu verða ekki bara persónulegir harmleikir heldur einnig þjóðfélagslegir: Er til nógu margt vinnufært fólk til að halda úti fjórskiptum vöktum þar sem þrískiptar vaktir hafa verið áður? Versnar ekki öll þjónusta ef opnunartími styttist í samræmi við styttan vinnutíma. Verður að fjölga fólki í þjónustustörfum til að þeir sem eru í fríi geti notið þjónustunnar, sem fólk í fríi þarf á að halda? Ný stéttabarátta Allt eru þetta mikil tíðindi og stór. Þó lítil borið saman við það sem nú kemur: Karl Marx skipti á sínum tíma þegnum hvers ríkis í tvo hópa: Þá sem áttu eitthvað og þá sem áttu ekkert. Gott hjá honum þótt illa hafi síðan gengið að gera nokkuð með þessa misskiptingu. Hún stendur enn. Síðar hafa menn fundið upp á að skipta öllu fólki í aðra tvo hópa: Nefnilega þá sem skipta öllu fólki í tvo hópa og þá sem gera það ekki. Stendur sú skipting einnig óhögguð. En nú fer ný vofa skiptinga um heims- byggðina. Það er enn á ný farið að skipta fólki í tvo hópa: Þá sem reykja og þá sem ekki reykja. Þessi tveir hópar lenda senn í stríði og það stríð verður háð á vinnustöð- unum. Auðunn Finnsson, sérfræðingur norsku Tryggingastofnunarinnar í vinnumálum, hefur sagt að í allt fari átján dagsverk á ári í reykingar hjá hverjum reykingamanni. Hann lagði þá saman reykingapásur meðalmanns- ins. Samt fær reykingamaðurinn sömu laun og sá reyklausi. Þegar svo verður komið að vinnudagurinn er aðeins sex stundir - og fólki neitað um að slæpast hálfan annan til tvo tíma í hádegismat og eyða hálfum degi í MSN-spjall við einhverjar Gunnur úti í bæ - þá er reykingapásan líka í hættu. Og það er sótt að reykingafólki úr tveimur áttum. Vinnuveitandinn vill ekki borga manni átján dagsverk á ári fyrir það eitt að hanga utan við aðaldyr fyrritækisins og reykja. Og ekki heldur þótt reykinga- maðurinn hími á svölunum, sem snúa út í bakgarðinn. Og alls ekki ef hann stendur bara fyrir utan sjoppuna neðar í götunni og reykir. Þegar vinnuvikan verður orðin 30 tímar og sumarfríið almennt átta vikur þá er ekki hægt að bæta þar við þremur til fjórum vinnuvikum á ári í reykingar. Reyklausa fólkið situr inni og vinnur baki brotnu án þessa að líta upp nema rétta til að narta í brauðbitann, sem kemur í stað hádegisverðar, á meðan reykingamaðurinn getur labbað sig út þegar hann vill og púað sínar sígarettur. Þetta er ekki réttlæti frekar en að kalla það réttlæti að sumir eigi allt og aðrir ekkert. Stytting vinnuvikunnar getur því ekki leitt til annars en að reykingar í vinnutíma verða bannaðar. Til þess munu vinnuveit- endur og reyklausir launþegar sjá í samein- ingu. Allir verða að halda sig að vinnu þann stutta tíma sem vinnudagurinn varir. Reykurinn af réttunum Þetta stríð er tapað fyrir reykingafólkið en það er annar ófriður í aðsigi. Það er stríð tæknideilda fyrirtækjanna við brauðmol- ana. Ef vinnudagurinn styttist niður í sex tíma þá fara matar- og kaffitímarnir sömu leið og reykurinn frá nikótínfíklunum. Það er ekki hægt að taka hálfan annan klukku- tíma af sex vinnustundum í það eitt að borða. Samt verður fólk að nærast, annars fellur það öngvit fram á tölvuborðin fyrir skort á blóðsykri. Það er þarna sem tæknin bregst. Fólk verður að borða við vinnu sína. Það verður að maula brauð og um leið og það bograr yfir viðkvæmum tölvubúnaði. Og sötra kaffi með. Það sem borið er fram af slíkum vinnumat endar ekki í dúknum á kaffistof- unni heldur í lyklaborðinu. Í Noregi er kaffitíminn fyrir löngu horf- inn úr vinnudeginum og matartíminn er annaðhvort farinn sömu leið eða um það bil að fara. Það er búið að loka matsölum fyrirtækjanna, segja upp kaffikonunum og setja upp sjálfsala með kexi og kaffi á göng- unum. Vinnutíminn er orðinn svo stuttur að allir verða að hamast við frá átta til tvö og hafa rétt tíma til að skjótast í sjálfsalann - eða að draga fram hinn hefðbundna nest- ispakka. Og fyrir vikið er fullyrt að helsta verk- efni tæknideilda fyrirtækjanna sé að hrista brauðmylsnu og kexmola úr lykla- borðunum. Og að bleyta upp og þvo burt uppþornað kaffi. Og þar sem vinnutíminn hjá tæknideildunum er ekki lengri en hjá öðrum deildum hlaðast biluð lyklaborð upp og úr verður vítahringur brauðmylsnu og frítíma. Verst fer þó hinn stutti vinnutími með heilsu fólks. Næringarfræðingar vara við afleiðingum þess að fólk fái ekki annað að borða en rusl og kex í sex klukkutíma á degi hverjum. Og síðan verður fólk að drepa tímann heima í minnst tíu klukku- stundir á dag. Svo mikið iðjuleysi getur komið mestu hraustmennum á hné. N O R E G S P I S T I L L G Í S L A Matartíminn er horfinn í Noregi. Fólk borðar við vinnu sína, maular kex um leið og það bograr yfir viðkvæmum tölvubúnaði. Og síðan verður fólk að drepa tímann heima í minnst tíu klukku- stundir á dag. Svo mikið iðjuleysi getur komið mestu hraustmennum á kné.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.