Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Qupperneq 90

Frjáls verslun - 01.02.2006, Qupperneq 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 SUMARHÚS KYNNING Sumarhúsaeigendur í Grímsnesi, Biskupstungum og Borgarfirði, í Bifröst og í Svartagili, geta nú keypt heitt vatn í bústaðinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan gerir tilboð í heildarlausn. OR sér þá um hönnun og lagningu húskerfis og sumarhúsaeigandi getur verið áhyggjulaus um alla framkvæmdina og látið fagmenn sjá um allt verkið. Þess er gætt að jarðrask verði sem allra minnst og eins vel er gengið frá landi og lóð og kostur er. Allar nánari upplýsingar eru inni á vefnum www.or.is undir Jaðarveitur. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar í þjónustuveri Orkuveitunnar í síma 516 6100. HEITT VATN Í SUMARHÚSIÐ www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 1 55 1 03 /2 00 6 Á undanförnum árum hefur Orkuveita Reykjavíkur rekið hita-veitur á svæðum þar sem frístundahús eru í meirihluti. Mik-ill áhugi og væntingar hafa skapast meðal húseigenda sem finna vel fyrir mikilvægi þess að traust og öflugt fyrirtæki annist þessa þjónustu þar sem hún er nú talin ein af frumforsendum fyrir góðri nýtingu frístundahúsanna. „Orkuveita Reykjavíkur hefur kappkostað að kynna húseig- endum hvernig best er staðið að lögnum og búnaði til að nýta ork- una sem best og njóta þeirra gæða sem í heitu vatni felast,“ segir Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri Markaðsdeildar OR. Réttur búnaður skiptir máli Til að full gæði náist úr heita vatninu ber að huga vel að þeim búnaði sem valinn er. Æskilegt er að hvert hús hafi lokað ofnakerfi með frostlegi. Þetta er gert til að varna frostskemmdum ef svo óheppilega vill til að veitan stöðvist eða bili í miklum kuldum. Þannig er kerfið tengt heita vatninu um varma- skipti. Í tengibúnaði er gert ráð fyrir lítilli dælu sem sér um að við- halda hringrás á frostleginum og tryggir varmaflutning um húsið. Að auki er mikilvægt að vera með vandaðan slaufuloka í tengigrind- inni. Slaufuloki vinnur þannig að hann hleypir öllu vatninu í þá átt sem lægstur er þrýstingurinn svo t.d. allt vatnið sem skammtað er myndi fara í sturtuna á meðan hún er í notkun og ekkert í varma- skiptinn. Þetta kemur ekki að sök hvað varðar hitann í húsinu, því varminn er nægjanlegur til að halda því heitu í nokkurn tíma. Ef heitur pottur er við bústaðinn er oft gerð krafa um að hægt sé að fylla hann á skömmum tíma. Í gamni er oft nefnt að ekki megi taka lengri tíma að fylla pottinn en það tekur að koma fjöl- skyldunni fyrir í húsinu, þ.e. matföngum og fötum, og drekka einn öl. Ýmsar lausnir eru mögulegar til að stytta þann tíma sem tekur að fylla pottinn, til dæmis að kaupa stærri skammt af vatni. Þetta hafa stéttarfélög og félög um frístundahúsið valið að gera þar sem hver gestur vill fylla heita pottinn af hreinu vatni fyrir sig og af þeim sökum er verið að kaupa 5 til 7 lítra á mínútu fyrir þessi hús. Séu frístundahúsin í einkaeign geta eigendur valið aðrar leiðir. Ein er sú leið að leggja affallið frá varmaskiptinum um heita pottinn og hafa hann með því móti alltaf fullan af vatni. Þegar komið er að húsinu er potturinn fullur af um 30 til 35°C heitu vatni og þá tekur aðeins stuttan tíma að skerpa á vatninu svo að það verði um 40°C, sem er sá hiti sem er æskilegur í heitum pottum. Til að tryggja gæði vatnsins er nauðsynlegt að vera með hreinsi- búnað og eru söluaðilar tilbúnir að ráðleggja húseigendum í þeim efnum. Orkuveitan vill beina því til húseigenda, sem velja að vera með heita potta fulla af vatni þegar enginn er við húsin, að gæta þess að lok sé tryggilega fest og læst yfir pottinn. Auknar kröfur „Heitt vatn í frístundahúsum hefur aukið gæði dvalarinnar í húsunum verulega. Einnig hefur heimsóknardögum fjölgað umtalsvert að sögn þeirra sem spurðir hafa verið. Verðmæti húsanna hefur líka aukist þar sem hitun þeirra allt árið fer vel með þau,“ segir Ingibjörg og bætir við að auknar kröfur séu gerðar til seljenda lóða undir frístundahús og nú séu gerðar kröfur um ekki aðeins heitt og kalt vatn heldur líka nettengingu í hvert hús. Orkuveita Reykja- víkur hefur aukið þjónustu við eigendur frístundahúsa á undan- förnum árum. Heitt vatn og nettenging ORKUVEITAN: Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri Markaðsdeildar OR. Heitasta ósk frístundahúsaeigandans: Á köldum vetrardögum er heita vatnið bráðnauðsynlegt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.