Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 100

Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 SUMARHÚS Gestahús eða hrotukot Þægileg gestahús rísa nú víða við sumarbústaði. Sumir kalla þessi gestahús hrotukot og segja í gamansömum tón að þar fái amma og afi að sofa vegna þess þau hrjóti svo hátt. Kannski er það ekki ástæðan heldur öllu fremur að það er býsna notalegt fyrir gesti að geta brugðið sér út í „eigið hús“ og sofið þar af nóttina eða fengið sér blund á miðjum degi þótt aðrir vilji vaka. Í gestahúsunum láta menn nægja að vera með þægilegt rúm og klósett. Í besta falli er fullbúið baðherbergi í gestahúsinu sé það nógu stórt. Sé fjölskyldan stór getur verið gott að gera ráð fyrir því að í gestahúsinu sé rými ekki aðeins fyrir tvo heldur jafnvel litla fjölskyldu, foreldra og eitt eða tvö börn og þá getur verið gott að vera með lítinn ísskáp og jafnvel rafmagnshellu í húsinu svo gestirnir geti sjálfir fengið sér hress- ingu þegar þá langar til. Víða er hægt að fá keypt fullsmíðuð gestahús sem einfalt er að koma fyrir við sumarbústaðinn en aðrir og laghentari sumar- bústaðaeigendur smíða bara gestahúsið sjálfir, kannski með aðstoð þeirra sem þar munu fá að gista í framtíðinni. Bryggjudraumar Lítil flotbryggja er góður kostur fyrir þá sem elska vatn. Stutt er í vatn á mörgum sumarbústaðasvæðum á landinu og margir hafa tækifæri til að stunda annaðhvort veiðar í sjó eða vatni, eða einhvers konar vatnasport. Báturinn er lítið vanda- mál, því hægt að fá sæmilegar plastjullur frá tíuþúsundkalli í Rúmfatalagernum og fleiri stöðum, en draumafleyin, yfirbyggðir húsbátar með öllum hugsanlegum græjum, kosta aftur tugmillj- ónir hjá alvöru bátasmiðum. Allir sem vilja ættu því að komast á flot og þeir sem vilja aðeins leika sér frá landi geta keypt fjar- stýrða rafmagnsbáta eða litlar tréskútur til að leika listir með úti á vatninu. En hvort sem báturinn er stór eða lítill þarf bryggju. Bryggjan ein og sér gefur möguleika á að njóta vatnsins, jafnvel þótt enginn sé báturinn. Sumum er alveg nóg að sitja á bryggjusporðinum við að dorga eða dingla fótunum í vatnið og aðrir geta allt eins hugsað sér að sitja þar tyggjandi langt strá við að leysa lífsgátuna. Það væsir ekki um þann sem hér fær að gista. Flotbryggjur verða sífellt vinsælli við vötn og tjarnir því þeim er hægt koma fyrir nánast hvar sem er og kippa þeim á land yfir veturinn eða þegar þær eru ekki í notkun. Þær má kaupa tilbúnar eða gera úr þykku einangrunarplasti og timbri, en fest- ingarnar verður að miða við aðstæður í landi á hverjum stað. Þar sem ekki gætir sjávarfalla er einfalt að koma fyrir staura- festingum við bakka eða að bora fyrir keðju í stóran stein.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.