Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2007, Qupperneq 64

Ægir - 01.03.2007, Qupperneq 64
64 bjóðast og eins að hafa nægt handbært fjármagn. Við mun- um halda óbreyttri stefnu, þá stefnu sem við höfum markað og unnið eftir á liðnum miss- erum. Félagið mun í æ minna mæli verða fisksölufyrirtæki, það hefur tekið þeim breyt- ingum að vera framleiðslufyr- irtæki, með fisk í grunninn í framleiðslunni, og bróðurpart- ur okkar tekna kemur af slíkri starfsemi í dag, eða um 70%,“ segir Björgólfur. Hann nefnir að íslenskt hráefni, fiskur af Íslandsmið- um sem hlutfall af því hráefni sem félagið nýtir til vinnslu í sínum verksmiðjum, hafi minnkað verulega. Hann sé þó áfram mjög mikilvægur varðandi vinnslu í ákveðnum einingum félagsins, einkum Spáni og Frakklandi og að hluta til í Bretlandi og Banda- ríkjunum, þó þar komi við sögu staða íslensku krónunn- ar gagnvart Bandaríkjadollar sem geri öðrum kleift að bjóða betur. Reyndi á innviðina „Við höfum gert verulegar breytingar á félaginu á und- anförnu ári. Miklar breytingar hafa orðið í stjórnendateym- inu víða. Allar aðgerðir hafa miðað að því að halda fyr- irtækinu á beinu brautinni,“ segir Björgólfur. Meðal að- gerða má nefna lokun sölu- skrifstofu félagsins í Þýska- landi, breytingar á stjórnend- um hjá Coldwater UK og Frakklandi, lokun tveggja skrifstofa í Frakklandi, lokun verksmiðju í Bandaríkjunum og síðan nefnd umskipti í framleiðslu hjá Coldwater UK. Erfiðasti þátturinn í rekstri hvers fyrirtækis, segir Björg- ólfur vera starfsmannamálin, hinn mannlega þátt. „Það er alltaf sárt þegar leiðir skilja, það er afar sárt fyrir þann sem fyrir uppsögn verður, en því miður er stundum bara ekki um neitt annað að ræða. Að mínu viti verður að fara mjög varlega þegar fólk á í hlut, það þarf að hugsa hlut- ina vel, taka ákvarðandir að vandlega íhuguðu máli.“ Björgólfur segir alveg ljóst að mjög hafi reynt á innviði fyr- irtækisins þegar skipt var um stjórnendur og sú hætta sé alltaf fyrir hendi að félög geti lent í hremmingum þegar mikil uppskipti verða í stjórn- endateyminu, „það er vand- ratað í þessum efnum en ég held að okkur hafi bærilega tekist að halda sjó og við er- um þegar farin að sjá nokk- urn árangur af þeim breyting- um sem við settum í gang.“ Afar hátt fiskverð Fiskverð er mjög hátt um þessar mundir og hefur farið hækkandi allt síðastliðið ár. Björgólfur telur að verðið á ýmsum fisktegundum sé nú farið að nálgast ákveðin hættumörk. „Þegar það gerist finnur fólk sér annan valkost og það höfum við séð í nokkrum mæli í ákveðnum tilvikum. Þróunin getur orðið í þá átt að þorskur og ýsa verði að lúxusvöru, en ódýr- ari fiskur, eldisfiskur eins og til dæmis tilapia, annar hvítur fiskur og lax, hafa komið sterkar inn á markaðinn og þann fisk kaupir fólk í stað dýrari vöru. Sala getur að sjálfsögðu hrunið ef verðið verður of hátt, fólk horfir til þess hvað matvaran kostar. Reynslan er sú á mörkuðum að eftirspurn minnkar þegar verðið er of hátt eins og stað- an er núna til dæmis. Þegar það gerist er oft erfitt að snúa þeirri þróun við og það tekur tíma. Mér finnst það liggja í loftinu að á ákveðnum mörk- uðum þyki okkar viðskipta- vinum verðið orðið ansi hátt, eiginlega alltof hátt, sem get- ur haft afleiðingar í för með sér.“ segir Björgólfur en telur engu að síður að heilt yfir sé bjart yfir íslenskum sjávarút- vegi. Í verksmiðjuframleiðsl- unni notar Icelandic mikið al- askaufsa og hefur verðið á honum farið hækkandi allt síðastliðið ár sem hefur gert reksturinn erfiðan þar sem hráefnishlutfall er hátt í fram- leiðslunni. „Verðið hefur hækkað mikið á síðasta ári en við vonum að það hafi náð toppi núna, hvað sem verður. Það gerir okkur erfitt fyrir í þessum rekstri þegar verð hækkar stöðugt, afurðirnar eru seldar fram í tímann og erfitt að koma slíkum verð- hækkunum út í verðlagið. Þorskurinn okkar getur auð- vitað endað sem lúxusvara og verðlögð sem slík. Þörfum markaðarins heilt yfir væri síðan uppfyllt með eldisfiski.“ Viljum uppfylla þarfir 21. aldar fólks Að færa framleiðsluna æ nær diski neytandans er að sögn forstjóra Icelandic sú stefna sem fyrirtækið hefur að leið- arljósi, framleiðsla sem skilar félaginu mestum virðisauka. „Við leggjum sífellt meira upp úr því að útbúa í okkar verk- smiðjum tilbúna, kælda og ferska rétti sem fólk getur á skömmum tíma eldað heima hjá sér. Við reynum að bjóða upp á allt sem til þarf í sama pakkanum, fisk, grænmeti og það sem við á. Það er krafan í dag, lífsstíll 21. aldarinnar ef svo má segja og við kapp- kostum að uppfylla þessar þarfir. Það hefur því verið stefnan hjá okkur að þróa okkur meira í þessa átt, að búa til sem allra mestu verð- mæti úr okkar afurðum og geta boðið okkar viðskipta- vinum það sem þeir vilja fá, góðan, hollan og ferskan mat, sem lítið þarf við að hafa, þægindin í fyrirrúmi og sann- gjarnt verð. Það teljum við vera okkar hlutverk,“ segir Björgólfur. „Íslenskur fiskur er og verður í miklum metum hjá neytendum víða erlendis og það verður áfram verkefni Icelandic að þjónusta hann hér eftir sem hingað til. Mark- aðskerfi félagsins er sterkt og verður nýtt til sóknar fyrir ís- lenskan fisk víðs vegar um heim“ segir Björgólfur að lok- um. Viðtal: Margrét Þóra Þórsdóttir. S A L A S J Á V A R A F U R Ð A Við höfum gert verulegar breyting- ar á félaginu á und- anförnu ári. Miklar breytingar hafa orðið í stjórnenda- teyminu víða. Allar aðgerðir hafa miðað að því að halda fyrirtækinu á beinu brautinni. Björgólfur Jóhannsson. Íslenskur fiskur er og verður í miklum metum hjá neytendum víða erlendis og það verður áfram verk- efni Icelandic að þjónusta hann hér eftir sem hingað til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.