Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2007, Page 73

Ægir - 01.03.2007, Page 73
73 S K I P S S T R A N D strandað, flest erlend. Nokkr- um þeirra hefur tekist að bjarga út aftur, þó slíkt sé fremur undantekning en regla. Ekki urðu miklir mann- skaðar í þessum ströndum, oftar en ekki björguðust sjó- mennirnir, enda höfðu bænd- ur og búalið í lágsveitum Vestur-Skaftafellssýslu jafnan vakandi auga með fjörunum og voru alvanir því að koma til hjálpar þegar vá steðjaði að. Séu ekki minna en tvær mílur úti Enda þótt yfirvöld og eigend- ur skips hafi tekist á um hver eigi að bera kostnaðinn af því að fjarlægja Wilson Muuga, voru eigi að síður hafðar hraðar hendur vegna meng- unarhættu. Aðeins örfáum dögum eftir að skipið strand- aði var hafist handa á vegum Umhverfisstofnunar um að fjarlægja alla olíu úr því. Hreinsunarstarfið tók skamm- an tíma og með því tókst að halda umhverfissspjöllum í lágmarki, þó nokkuð af olíu- blautum fuglum hafi fundist við Hvalsnes og Garðskaga síðari hluta febrúar. En gefa þau skipströnd síðustu ára - sem hér eru gerð að umfjöllunarefni - á ein- hvern hátt tilefni til end- urskoðunar á siglingarreglum og því hve nærri fjörum þau megi fara? „Í mínum huga er ljóst að setja þarf skýrari reglur um þetta. Þegar skip fara fyrir Garðskaga er eðlilegt að þau séu ekki minna en tvær mílur úti. Í dag eru menn oft að fara þetta í innan við mílu fjarlægð frá landi og það seg- ir sig sjálft að þegar menn fara ekki dýpra má ekkert bregða út af. Ella getur skip rekið upp í fjöru á örskots- stund sé eitthvað af veðri,“ segir Vilbergur Magni Óskars- son, sviðsstjóri skipstjórn- arsviðs Fjöltækniskóla Íslands, sem um langt skeið var stýri- maður á skipum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Einstefnur til beggja átta „Frá Garðskaga að Reykjanesi væri, að mínu mati, skynsam- legt að setja aðskildar siglinga- leiðir. Það er einstefnuleið til norðurs sem væri um tvær sjómílur undan Reykjanesi og mætti liggja tvær og hálfa til þrjár sjómílur undan Stafnesi og Garðskaga. Einstefnuleiðin til suðurs lægi þá utar. Þar með væri hægt að skikka flutningaskipstjóra til þess að halda sig innan þessara leiða og þar með í þokkalega öruggri fjarlægð frá landi,“ segir Vilbergur Magni, sem tel- ur líklegt að reglur um þetta verði settar á næstu misserum. Ef svo verði sé tæplega þörf á því að banna flutningaskipum, nema þá kannski stórum ol- íuskipum, að fara Húllið svo- nefnda, það er milli Reykja- nestáar og Eldeyjar, eins og nefnt hefur verið. „Í dag fara flest flutninga- skip talsvert langt frá suð- urströndinni. Gjarnan taka þau stefnuna við Reykjanestá beint í haf og fara sunnan við Surtsey. Þetta á sérstaklega við um olíuskipin. Íslensku fraktskipin eru oftast nær landi, enda er viðkoma í Vestmannaeyjum oft í sigl- ingaáætlun þeirra,“ segir Vil- bergur Magni, sem í þessu sambandi rifjar upp strand Víkartinds fyrir réttum og sléttum áratug. Það hve nærri landi skipið var, segir ef til vill ekki alla söguna um hvers vegna það rak upp í fjöru. Skipið hafi verið vélarvana á reki klukkustundum saman og skipstjórinn afþakkað alla aðstoð uns ljóst var að í al- gjört óefni stefndi. Þá hafi hins vegar allt verið um sein- an – og strandi ekki forðað. Um strand Baldvins Þor- steinssonar segir Vilbergur Magni að vissulega séu loðnuveiðar í nót eða flottroll vandasamar og vogunarspil þegar komið sé nánast upp í fjöru. Við slíkar aðstæður verði að sýna sérstaka að- gæslu og ekki sé hægt að bregða loðnuskipstjórum landsins um annað, enda séu þeir sannakallaðir reynslu- boltar sem kunni sitt fag. Texti: Sigurður Bogi Sævarsson. Baldvin Þorsteinsson strandaði í Meðallandsfjöru í Vestur-Skaftafellssýslu. Skipið var dregið út af norskum dráttarpramma, en miklar tilfæringar þurfti til. Ljósmynd: GVA. „Þegar skip fara fyrir Garðskaga er eðlilegt að þau séu ekki minna en tvær mílur úti,“ segir Vilbergur Magnús Óskarsson, sviðstjóri skipstjórnarsviðs Fjöltækniskóla Íslands. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.