Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2007, Side 76

Ægir - 01.03.2007, Side 76
76 „Það eru tveir megintoppar í fisksölunni hér á Spáni á hverju ári, annars vegar á föstunni í mars og apríl og hins vegar jólasalan sem byrj- ar seinni partinn í október og stendur fram í miðjan des- ember. Það er því mikið að gera hjá okkur þessa dagana og salan lofar góðu.“ Það er Hjörleifur Ásgeirs- son forstjóri Icelandic Iberia sem upplýsir þetta um leið og hann sest niður til að spjalla við útsendara Ægis í fund- arherbergi fyrirtækisins í út- hverfi Barcelona. Þegar kom- ið er að höfuðstöðvum Ice- land Iberia í El Prat de Llobregat viðskiptahverfinu skammt frá Barcelonaflugvelli er fátt sem minnir á íslenska fiskvinnslu, nema ef vera kynni starfsfólk hinna ýmsu fyrirtækja sem eru með að- stöðu í þessu sama húsi og stendur fyrir utan og reykir. Skrifstofurnar eru á þriðju hæð og þegar þangað er komið blasa við á veggjum vetrarmyndir frá Íslandi og á einum má sjá sýnishorn af vörum fyrirtækisins í stórum glerskáp. Byrjaði í Frakklandi Hjörleifur segist kunna vel við sig á Spáni enda orðinn vel hagvanur, giftur spænskri konu og eiga þau þrjú börn. Hann hóf störf hjá Icelandic France, fyrirtæki Sölumið- stöðvarinnar í París árið 1991, eftir nám í sjávarútvegsfræð- um við háskólann í Tromsö í Noregi. Hjörleifur var ráðinn til Parísar til að sinna Spán- armarkaði, en síðar bættist Portúgalsmarkaður við. Hann segir að á þessum árum hafi menn verið farnir að gera sér grein fyrir að markaðurinn fyrir sunnan Píreneafjöllin væri áhugaverður fyrir fleiri sjávarafurðir en bara saltfisk. Á þeim tíma var SÍF allsráð- andi í saltfiskverslun á þessu svæði enda var þetta á tímum einkaleyfisins. „Þegar við fór- um að skoða þetta voru menn fyrst og fremst að hugsa um humarinn sem þá var byrjað að heilfrysta heima í stað þess að áður hafði bara halinn verið hirtur, en bæði á Spáni og á Ítalíu er mikill markaður fyrir heilfrystan humar. Síðar bættust úthaf- skarfi og skelrækjan við,“ seg- ir Hjörleifur. Eftir nokkurra ára undirbúningsvinnu og markaðsstarf frá Frakklandi var Icelandic Iberia stofnað þann 12. júlí 1996 í Barcelona og hefur Hjörleifur veitt fyr- irtækinu forstöðu þau rúmu 10 ár sem það hefur starfað. Í upphafi voru tveir starfsmenn en eru í dag um 30 að tölu. Úr umboðssölu í markaðs- drifna heildsölu Hjörleifur segir að þegar Ice- landic Iberia hóf starfsemi hafi viðskiptagrunnurinn ver- ið tiltölulega lítill hópur stór- kaupenda sem keyptu afurðir í gámavís. „Síðla árs 1998 urðu hins vegar ákveðin þáttaskil hjá okkur þegar sjáv- arútvegsfyrirtækið Friosur í Chile, sem er að hluta til í eigu Granda og japanska fyr- irtækisins Nippon óskuðu eft- ir að við tækjum að okkur að annast sölu á afurðum þeirra en þá var dreifingaraðili þeirra hér á Spáni kominn í þrot. Þeir seldu meðal annars talsvert af lýsingi inn á Spán- armarkað og þekktu vel til okkar. Það varð því úr að við tókum að okkur að selja af- urðir þeirra hérna.“ Hjörleifur segir að með viðbótinni frá Chile hafi umsvif Icelandic Ibera liðlega tvöfaldast á einni nóttu. Um leið hafi vöruúrval- S A L A S J Á V A R A F U R Ð A Gott samstarf við birgjana heima skiptir gríðarlega miklu máli - segir Hjörleifur Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Iberia í Barcelona á Spáni Þannig mátti meðal annars sjá léttsaltaða fiskinn borinn fram á veitingahúsi í Barcelona, en um 85% af vörum Icelandic Iberia eru seld til veitingahúsa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.