Ægir - 01.03.2007, Qupperneq 76
76
„Það eru tveir megintoppar í
fisksölunni hér á Spáni á
hverju ári, annars vegar á
föstunni í mars og apríl og
hins vegar jólasalan sem byrj-
ar seinni partinn í október og
stendur fram í miðjan des-
ember. Það er því mikið að
gera hjá okkur þessa dagana
og salan lofar góðu.“
Það er Hjörleifur Ásgeirs-
son forstjóri Icelandic Iberia
sem upplýsir þetta um leið og
hann sest niður til að spjalla
við útsendara Ægis í fund-
arherbergi fyrirtækisins í út-
hverfi Barcelona. Þegar kom-
ið er að höfuðstöðvum Ice-
land Iberia í El Prat de
Llobregat viðskiptahverfinu
skammt frá Barcelonaflugvelli
er fátt sem minnir á íslenska
fiskvinnslu, nema ef vera
kynni starfsfólk hinna ýmsu
fyrirtækja sem eru með að-
stöðu í þessu sama húsi og
stendur fyrir utan og reykir.
Skrifstofurnar eru á þriðju
hæð og þegar þangað er
komið blasa við á veggjum
vetrarmyndir frá Íslandi og á
einum má sjá sýnishorn af
vörum fyrirtækisins í stórum
glerskáp.
Byrjaði í Frakklandi
Hjörleifur segist kunna vel við
sig á Spáni enda orðinn vel
hagvanur, giftur spænskri
konu og eiga þau þrjú börn.
Hann hóf störf hjá Icelandic
France, fyrirtæki Sölumið-
stöðvarinnar í París árið 1991,
eftir nám í sjávarútvegsfræð-
um við háskólann í Tromsö í
Noregi. Hjörleifur var ráðinn
til Parísar til að sinna Spán-
armarkaði, en síðar bættist
Portúgalsmarkaður við. Hann
segir að á þessum árum hafi
menn verið farnir að gera sér
grein fyrir að markaðurinn
fyrir sunnan Píreneafjöllin
væri áhugaverður fyrir fleiri
sjávarafurðir en bara saltfisk.
Á þeim tíma var SÍF allsráð-
andi í saltfiskverslun á þessu
svæði enda var þetta á tímum
einkaleyfisins. „Þegar við fór-
um að skoða þetta voru
menn fyrst og fremst að
hugsa um humarinn sem þá
var byrjað að heilfrysta heima
í stað þess að áður hafði bara
halinn verið hirtur, en bæði á
Spáni og á Ítalíu er mikill
markaður fyrir heilfrystan
humar. Síðar bættust úthaf-
skarfi og skelrækjan við,“ seg-
ir Hjörleifur. Eftir nokkurra
ára undirbúningsvinnu og
markaðsstarf frá Frakklandi
var Icelandic Iberia stofnað
þann 12. júlí 1996 í Barcelona
og hefur Hjörleifur veitt fyr-
irtækinu forstöðu þau rúmu
10 ár sem það hefur starfað. Í
upphafi voru tveir starfsmenn
en eru í dag um 30 að tölu.
Úr umboðssölu í markaðs-
drifna heildsölu
Hjörleifur segir að þegar Ice-
landic Iberia hóf starfsemi
hafi viðskiptagrunnurinn ver-
ið tiltölulega lítill hópur stór-
kaupenda sem keyptu afurðir
í gámavís. „Síðla árs 1998
urðu hins vegar ákveðin
þáttaskil hjá okkur þegar sjáv-
arútvegsfyrirtækið Friosur í
Chile, sem er að hluta til í
eigu Granda og japanska fyr-
irtækisins Nippon óskuðu eft-
ir að við tækjum að okkur að
annast sölu á afurðum þeirra
en þá var dreifingaraðili
þeirra hér á Spáni kominn í
þrot. Þeir seldu meðal annars
talsvert af lýsingi inn á Spán-
armarkað og þekktu vel til
okkar. Það varð því úr að við
tókum að okkur að selja af-
urðir þeirra hérna.“ Hjörleifur
segir að með viðbótinni frá
Chile hafi umsvif Icelandic
Ibera liðlega tvöfaldast á einni
nóttu. Um leið hafi vöruúrval-
S A L A S J Á V A R A F U R Ð A
Gott samstarf við
birgjana heima skiptir
gríðarlega miklu máli
- segir Hjörleifur Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Iberia í Barcelona á Spáni
Þannig mátti meðal annars sjá léttsaltaða fiskinn borinn fram á veitingahúsi í Barcelona, en um 85% af vörum Icelandic
Iberia eru seld til veitingahúsa.