Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2007, Page 77

Ægir - 01.03.2007, Page 77
77 ið breyst talsvert og nýjar teg- undir bæst við þær íslensku sem þeir höfðu einbeitt sér að. Stuttu síðar varð sú breyt- ing að skipulagi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna var breytt og SH fór úr umboðs- sölukerfinu og varð markaðs- drifið fyrirtæki undir nafninu Icelandic. Í staðinn fyrir að horfa fyrst og fremst á hvern- ig hægt væri að selja afurðirn- ar frá Íslandi erlendis þurftu fyrirtæki samsteypunnar að horfa á það sem markaðurinn var að leita að á hverjum tíma og síðan að útvega þá vöru hvort sem það var frá Íslandi eða annars staðar að. Í stað þess að vera með vörur í um- boðssölu fyrir einn birgja, SH, og selja þær til fárra stórra kaupenda á Spáni og í Portú- gal, stundar Iceland Iberia nú heildsöludreifingu og mark- aðssvæðið nær einnig til Ítalíu og Grikklands. Fyrirtækið er í viðskiptum við liðlega 200 birgja víða um heim og kaup- endurnir sem voru innan við 40 í upphafi eru hátt í 3000 í dag. Aðal sölueiningin sem hafði verið gámur, varð fljót- lega bretti og í dag er gjarnan verið að selja 5-6 mismunandi tegundir á bretti. „Þetta hefur kallað á allt önnur vinnu- brögð og fyrirtækið breyttist heilmikið við að taka þetta skref. Við þurftum að fara í mikla innri uppbyggingu í kringum árið 2000 því á sama tíma og markaðssvæði skrif- stofunnar hér stækkaði varð mikil breyting á okkar eigin umhverfi heima á Íslandi,“ segir Hjörleifur. Uppruni afurða úr öllum heimshornum Íslenskur fiskur sem í upphafi var eina viðfangsefni fyrirtæk- isins er í dag innan við helm- ingur afurðanna sem seldar eru. Kjarnavörurnar eru eftir sem áður þorskur, karfi, ufsi, rækja og humar úr Norður- Atlantshafi, en auk þess selur fyrirtækið heitsjávarrækju frá Suður-Ameríku, Asíu og Afr- íku, Nílarkarfa úr Viktoríu- vatni í Afríku, smokkfisk frá Indlandi, Argentínu og Nýja- Sjálandi, svokallaðan kingclip og lýsing frá Chile, Argentínu, Nýja-Sjálandi, Namibíu og Suður-Afríku að ógleymdum laxi frá Chile, svo helstu af- urðir Icelandic Iberia séu nefndar. Árið 2006 var lang- stærsti hluti afurðanna (78%) seldur á Spánarmarkaði, en næst stærsti markaðurinn var á Ítalíu (16%). Helstu við- skiptavinir fyrirtækisins voru hins vegar veitingahúsin sem keyptu 85% allra afurða árið 2006. Kaupin á Ecomsa Árið 2004 urðu verulegar breytingar í rekstri Icelandic Iberia þegar sölusamningnum við fyrirtækin í Chile var sagt upp en við það hvarf um þriðjungur af veltu fyrirtæk- isins úr rekstrinum. Hjörleifur segir að meginástæða þess að leiðir skildu hafi verið sú að þessir aðilar komu í viðskipti á tímum umboðssölunnar og vildu halda því fyrirkomulagi áfram. „Auðvitað voru það talsverð viðbrigði að vera ekki með Chilepakkann inni í veltunni en okkur hefur tekist vel að spila úr stöðunni og rúmu ári síðar seldum við meira magn en við höfðum gert áður en Chile-viðskipt- unum lauk,“ segir Hjörleifur. Hann bætir því við að tekin hafi verið ákvörðun um að fara dýpra inn á markaðinn, enda hafði það alltaf verið stefnan að komast eins ná- lægt endanlegum notendum vörunnar og kostur er. „Í dag drögum við mörkin við dyr veitingahúsanna og stórversl- ananna og það stendur hvorki til að opna veitingahús né stórverslun,“ segir Hjörleifur brosandi. Einn liður í þessari stefnu birtist síðan árið 2005 þegar Iceland Iberia festi kaup á sjávarafurðafyrirtæk- inu Ecomsa í Malaga á Spáni. Ecomsa er rótgróið liðlega 25 ára gamalt fyrirtæki sem að- allega hefur fengist við vinnslu og sölu á sjávarafurð- um og er með útibú á nokkr- um stöðum á Suður-Spáni. Fyrirtækið dreifir afurðum beint til veitingahúsa á svæð- inu. Hjörleifur segir að með kaupunum á Ecomsa hafi tvær flugur verið slegnar í einu höggi. „Nú fer mestöll úrvinnsla og pökkun afurða fyrir ólíka hluta markaðarins fram á einum stað en áður þurftum við að skipta við marga smærri verktaka. Hins vegar erum við nú að dreifa stórum hluta afurðanna með okkar eigin bílum því Ecomsa ræður yfir stórum flota frysti- bíla sem dreifa beint til við- skiptavina.“ Hjá Ecomsa starfa í dag um 85 manns, annars vegar í vinnslu og end- urpökkun afurða og hins veg- ar í útkeyrslu og sölu. Fyr- irtækið sem er rekið sem sjálfstæð eining þrátt fyrir að S A L A S J Á V A R A F U R Ð A Hjörleifur Ásgeirsson: Stöðugleiki og gæði er sú ímynd sem við höfum lagt mesta áherslu á að tengja við vörumerkið okkar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.