Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2007, Side 84

Ægir - 01.03.2007, Side 84
84 Stór hluti af verkefnum sem ráðgjafarfyrirtækið Navis-Feng- ur vinnur að eru erlendis, enda er og hefur lítið verið að gerast hér innanlands í ný- smíðum og endurbótum skipa. Navis-Fengur er stærsta fyr- irtæki sinnar tegundar hér á landi og varð til fyrir þremur árum þegar verkfræðiskrifstof- urnar Navis og Fengur samein- uðu krafta sína. Stærsta verkefni hjá Navis- Feng um þessar mundir er að gera lagna- og stálteikningar vegna smíða á björgunar- og eftirlitsskipi fyrir olíuiðnaðinn í Noregi. Skipið verður smíð- að í skipasmíðastöð á Spáni og er Navis-Fengur und- irverktaki fyrir Vik-Sandvik í Noregi varðandi hönnunar- hlutann. Þetta nýja björgunar- og eftirlitsskip verður 47 metra langt og 975 brúttótonn og búið fjórum aðalvélum sem tryggja um 6.000 hestöfl, auk 900 hestafla ljósavéla. Allt á fullu í Noregi Hjörtur Emilsson, fram- kvæmdastjóri Navis-Fengs, segi r að á sama tíma og ró- legt sé í skipasmíðaiðnaðin- um hér á landi sé mikið um að vera í Noregi, ekki síst hvað viðkemur olíuiðnaðin- um. „Og almennt virðist vera mikið um að vera í skipa- smíðum í heiminum. Í mörg- um skipasmíðastöðvum er nokkurra ára bið eftir því að fá skip smíðuð,“ segir Hjörtur. „Við höfum undanfarið ár unnið töluvert með Norð- mönnum við að teikna fiski- skip, en smíði fiskiskipa hafði legið niðri að mestu um tíma. Nú virðist vera uppgangur þar sem og í smíði skipa fyrir olíuiðnaðinn. Þar höfum við komið að bæði nýsmíðum og breytingum á fiskiskipum í olíuleitarskip.“ Engin landamæri Eins og vera ber í tölvuheimi nútímans er ekkert því til fyr- irstöðu að hérlend ráðgjaf- arfyrirtæki vinni að slíkum verkefnum í hönnun og eftir- liti með smíði skipa fyrir er- lenda aðila. Lykillinn að því að fá verkefni eins og vinnu við hönnun björgunar- og eft- irlitsskipsins, sem að framan greinir, er að mynda góð tengsl við erlenda aðila, í þessu tilviki Vik-Sandvik. Hjörtur telur fátt benda til annars en að þunginn í starf- semi fyrirtækis eins og Navis- Fengs verði áfram erlendis, enda séu ekki uppi teikn um miklar breytingar í íslenskum skipasmíðaiðnaði á næstunni. Kúffiskveiðiskip Clearwater að verða tilbúið Eitt af stærri verkefnum hjá Navis-Feng á undanförnum misserum hefur verið þátttaka í hönnun á kúffiskveiðiskipi fyrir Clearwater Seafood í Kanda. Smíði skipsins átti að ljúka á Taiwan á síðasta ári, en verkið hefur tafist nokkuð, en því verður endanlega lok- ið að nokkrum vikum liðn- um. Verkið reyndist nokkru umfangsmeira en ætlað var í upphafi og því tók smíðin lengri tíma en gert var ráð fyrir. Í hlut Navis-Fengs kom vinna að stál-, lagna-, inrétt- inga- og rafmagnsteikningum í skipið, auk útfærslu á öðr- um fyrirliggjandi teikningum fyrir skipasmíðastöðina. Rannsókn á vatnsþéttleika skipa og loftgæðum í skipum Þó svo að þunginn í starfsemi Navis-Fengs hafi verið erlend- is á síðustu mánuðum og svo verði klárlega áfram á næst- unni, hefur fyrirtækið einnig verið að vinna að verkefnum hér á landi. Nefna má rann- sóknarverkefni um vatnsþétt- leika skipa sem Navis-Fengur vann í samstarfi við Siglinga- stofnun og einnig vann fyr- irtækið ásamt Siglingastofnun að verkefni um loftgæði skipa, en kveikjan að því voru m.a. rannsóknir sem gáfu vísbendingar um að þeim sem vinna í vélarúmi og starfa við vélstjórn sé hættara við krabbameini en öðrum. Í verkefninu var ekki aðeins beint sjónum að loftgæðum í vélarúmum skipa, heldur voru loftgæði almennt um borð í skipum mæld. Önnur innlend verkefni Einnig má nefna að Navis- Fengur hefur að undanförnu hannað og boðið út end- urbætur á Gullveri, skuttogara Gullbergs á Seyðisfirði og komið að útboði og eftirliti með breytingum á nýrri Grímseyjarferju. S K I P A S M Í Ð I Ráðgjafarfyrirtækið Navis-Fengur er með mörg járn í eldinum – ekki síst erlendis: Kemur að hönnun á björgunar- og eftirlitsskipi fyrir norska olíuiðnaðinn Teikning af björgunar- og eftirlitsskipi fyrir norska olíuiðnaðinn, sem verður smíð- að á Spáni. Navis-Fengur vinnur að gerð lagna- og stálteikninga fyrir skipið. Atlantic Seahunter, kúffiskveiðiskip Clearwater Seafood í Kanada, við bryggju í skipasmíðastöðinni á Taiwan. Mynd: Guðmundur Högnason.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.