Ægir - 01.03.2007, Síða 84
84
Stór hluti af verkefnum sem
ráðgjafarfyrirtækið Navis-Feng-
ur vinnur að eru erlendis,
enda er og hefur lítið verið að
gerast hér innanlands í ný-
smíðum og endurbótum skipa.
Navis-Fengur er stærsta fyr-
irtæki sinnar tegundar hér á
landi og varð til fyrir þremur
árum þegar verkfræðiskrifstof-
urnar Navis og Fengur samein-
uðu krafta sína.
Stærsta verkefni hjá Navis-
Feng um þessar mundir er að
gera lagna- og stálteikningar
vegna smíða á björgunar- og
eftirlitsskipi fyrir olíuiðnaðinn
í Noregi. Skipið verður smíð-
að í skipasmíðastöð á Spáni
og er Navis-Fengur und-
irverktaki fyrir Vik-Sandvik í
Noregi varðandi hönnunar-
hlutann.
Þetta nýja björgunar- og
eftirlitsskip verður 47 metra
langt og 975 brúttótonn og
búið fjórum aðalvélum sem
tryggja um 6.000 hestöfl, auk
900 hestafla ljósavéla.
Allt á fullu í Noregi
Hjörtur Emilsson, fram-
kvæmdastjóri Navis-Fengs,
segi r að á sama tíma og ró-
legt sé í skipasmíðaiðnaðin-
um hér á landi sé mikið um
að vera í Noregi, ekki síst
hvað viðkemur olíuiðnaðin-
um. „Og almennt virðist vera
mikið um að vera í skipa-
smíðum í heiminum. Í mörg-
um skipasmíðastöðvum er
nokkurra ára bið eftir því að
fá skip smíðuð,“ segir Hjörtur.
„Við höfum undanfarið ár
unnið töluvert með Norð-
mönnum við að teikna fiski-
skip, en smíði fiskiskipa hafði
legið niðri að mestu um tíma.
Nú virðist vera uppgangur
þar sem og í smíði skipa fyrir
olíuiðnaðinn. Þar höfum við
komið að bæði nýsmíðum og
breytingum á fiskiskipum í
olíuleitarskip.“
Engin landamæri
Eins og vera ber í tölvuheimi
nútímans er ekkert því til fyr-
irstöðu að hérlend ráðgjaf-
arfyrirtæki vinni að slíkum
verkefnum í hönnun og eftir-
liti með smíði skipa fyrir er-
lenda aðila. Lykillinn að því
að fá verkefni eins og vinnu
við hönnun björgunar- og eft-
irlitsskipsins, sem að framan
greinir, er að mynda góð
tengsl við erlenda aðila, í
þessu tilviki Vik-Sandvik.
Hjörtur telur fátt benda til
annars en að þunginn í starf-
semi fyrirtækis eins og Navis-
Fengs verði áfram erlendis,
enda séu ekki uppi teikn um
miklar breytingar í íslenskum
skipasmíðaiðnaði á næstunni.
Kúffiskveiðiskip Clearwater
að verða tilbúið
Eitt af stærri verkefnum hjá
Navis-Feng á undanförnum
misserum hefur verið þátttaka
í hönnun á kúffiskveiðiskipi
fyrir Clearwater Seafood í
Kanda. Smíði skipsins átti að
ljúka á Taiwan á síðasta ári,
en verkið hefur tafist nokkuð,
en því verður endanlega lok-
ið að nokkrum vikum liðn-
um. Verkið reyndist nokkru
umfangsmeira en ætlað var í
upphafi og því tók smíðin
lengri tíma en gert var ráð
fyrir. Í hlut Navis-Fengs kom
vinna að stál-, lagna-, inrétt-
inga- og rafmagnsteikningum
í skipið, auk útfærslu á öðr-
um fyrirliggjandi teikningum
fyrir skipasmíðastöðina.
Rannsókn á vatnsþéttleika
skipa og loftgæðum í skipum
Þó svo að þunginn í starfsemi
Navis-Fengs hafi verið erlend-
is á síðustu mánuðum og svo
verði klárlega áfram á næst-
unni, hefur fyrirtækið einnig
verið að vinna að verkefnum
hér á landi. Nefna má rann-
sóknarverkefni um vatnsþétt-
leika skipa sem Navis-Fengur
vann í samstarfi við Siglinga-
stofnun og einnig vann fyr-
irtækið ásamt Siglingastofnun
að verkefni um loftgæði
skipa, en kveikjan að því
voru m.a. rannsóknir sem
gáfu vísbendingar um að
þeim sem vinna í vélarúmi og
starfa við vélstjórn sé hættara
við krabbameini en öðrum. Í
verkefninu var ekki aðeins
beint sjónum að loftgæðum í
vélarúmum skipa, heldur
voru loftgæði almennt um
borð í skipum mæld.
Önnur innlend verkefni
Einnig má nefna að Navis-
Fengur hefur að undanförnu
hannað og boðið út end-
urbætur á Gullveri, skuttogara
Gullbergs á Seyðisfirði og
komið að útboði og eftirliti
með breytingum á nýrri
Grímseyjarferju.
S K I P A S M Í Ð I
Ráðgjafarfyrirtækið Navis-Fengur er með mörg járn í eldinum – ekki síst erlendis:
Kemur að hönnun á björgunar- og
eftirlitsskipi fyrir norska olíuiðnaðinn
Teikning af björgunar- og eftirlitsskipi fyrir norska olíuiðnaðinn, sem verður smíð-
að á Spáni. Navis-Fengur vinnur að gerð lagna- og stálteikninga fyrir skipið.
Atlantic Seahunter, kúffiskveiðiskip Clearwater Seafood í Kanada, við bryggju í skipasmíðastöðinni á Taiwan.
Mynd: Guðmundur Högnason.