Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 3

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 3
TIMARIT MÁLS OG MENNINGAR RITSTJÓRI: KRISTINN E. ANDRÉSSON 1940 • MAÍ-ÁGÚST • 2. HEFTI HÁSKÓLABYGGINGIN NÝJA var vígð 17. júní síðastl., á 29. afniaelisdegi háskólans og 129. afmælisdegi Jóns Sigurðssonar. Yígsluathöfninni var útvarpað, og fór hún á allan hátt vel fram, hátíðlega, en yfirlætislaust. Voru engin veizluhöld í sambandi við hana, því að hvorki ástandið hér á landi né í veröldinni yfirleitt, þótti með þeim brag, að efnandi væri til sliks mann- fagnaðar. Þúsundir manna skoðuðu bygginguna að kvöldi vígsludagsins og næstu daga. Mun það samróma álit manna, að hún sé hin glæsilegasta, svo að aldrei hafi verið reist jafn veglegt hús hér á landi og það mundi vekja eftirtekt, þótt með stórþjóð væri. Athygli manna beinist ekki sízt að því, hvernig íslenzkt efni hef- ur verið notað þar á nýstárlegan liátt til ýiniss konar prýði, og má húast við, að það hafi mikil áhrif á liúsagerðarlist hér á landi framvegis. Það er sagt, að húsið muni alls kosta hátt á aðra miljón króna, þegar gengið hefur verið frá hinni stóru lóð, sem fylgir því og Reykjavíkurbær hefur gefið. Þetta er mikið fé, enda liafa ein- stakir pólitískir leiðtogar látið sér vaxa það i augum, annaðhvort hneykslast á slíkri eyðslusemi eða afsakað að hafa verið við liana riðnir. Um þessa byggingu gegnir þó að einu leyti sérstöku máli. Hún er, eins og kunnugt er, reist fyrir fé það, sem Háskólan- um hefur áskotnazt og á enn eftir að áskotnast af rekstri happ- drættisins. Enginn skildingur til hennar er innheimtur með toll- um né sköttum, heldur er hverjum frjálst, hvort hann styður gott málefni með því að taka þátt í happdrættinu, um leið og hann freistar gæfunnar. Þess er líka að gæta, að Háskólinn varð að fá hús, því að engri íslenzkri menntastofnun hefur verið svo herfilega búið með húsakynni á siðari árum. Það hús lilaut að verða alldýrt, ef það væri miðað við vöxt. Ef til vill hefði mátt

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.