Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 4
90 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR eitthvað spara í bráð, með því að hafa húsið minna, og í lengd, með því að hafa það ljótara. En annars er það hreint ekki allt af ódýrara að byggja ljót bús en falleg. Þar koma aðrir hlutir til greina. Einn þingmaður hefur í sambandi við þessa byggingu talað um „musterisstefnu“, sem væri háskaleg fátækri þjóð, og bent á, hversu mörg sveitabýli hefði mátt reisa fýrir þetta fé. Hann neitaði samt ekki, að Háskólinn þyrfti hús, og er þá ekki um annað að ræða en muninn á minna og óvandaðra húsi og þessu. Gerum ráð fyrir, að nýi Háskólinn kosti 1 milljón og 800 þús. krónur, en viðunandi hús hefði fengizt fyrir helming þess fjár. Fyrir hinn helminginn fæst það, að nóg rúm er fyrir nýjar slarfsdeildir i byggingunni, stúdentar og kennarar starfa i fall- egu umhverfi og þjóðin hefur eignazt hús, sem er listaverk, henni lil sóma og alinenningi upplyfting að skoða. Tæpum þrem vikum eftir vígslu Háskólabyggingarinnar var ný kirkja vigð að Tjörn á Vatnsnesi. Samkvæmt blaðafregnum kostaði hún rúmar 18 þúsundir króna, en í söfnuðinum eru alls um 70 manns. Ef borið er saman, hvað íslenzka þjóðin hefur kostað til Háskólahússins og Tjarnarsöfnuður til kirkju sinnar, j)á verður útkoman sú, að á hvern íslending koma tæpar 15 krónur til Háskólans, en á hvert mannsbarn í Tjarnarsöfnuði rúmar 257 krónur til kirkjunnar. Liklega er fremur fátækt fólk á Vatnsnesinu og kirkjan sjaldan notuð. En hvað sem öllum trú- málum viðvíkur, ])á hefur þessi fátæki og fámenni hópur viljað hafa kirkjuna sina vandaða, úr því að þurfti að reisa hana á annað borð. Það er hvorki heimska né hégómaskapur. Það er myndarskapur. Það er stundum talað um kotungslegan hugsunarhátt. En er ekki „kotungunum" gert rangt til með þessum orðum? Er ekki mikið af þessum hugsunarhætti bruggað af leiðtogum, sem halda, að fátækt og smásálarskapur fylgist að og þeir snerti með for- tölum sínum viðkvæma strengi hjá kjósendunum? Dæmi Tjarnar- safnaðar sýnir að minnsta kosti, að musterisstefnan er ekki nein nýtizkulcg uppfinning eins húsameistara i höfuðborginni og ráðunauta hans, heldur lifir góðu lífi meðal sveitafólksins og á sér eldgamlar rætur hjá þeirri þjóð, sem hefur sýnt það frá fornu fari í menningarviðleitni sinni, að hún hefur ekki vilj- að „lála baslið smækka sig“. Alþýðan má vara sig á að gína við þeirri flugu, að hún e i g i að hugsa kotungslega, þótt lag- lega og vinsamlega sé beitt á öngulinn. S. N.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.