Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 6
92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
legu skoðun, að drykkjuskapur sé í senn hættuleg og illkynjuð
tegund af brjálsemi, og ekki sýningarvara fyrir almenning. Hitt
orkar meir tvífnælis, hvort tukthúsið sé réttur geymslustaður
fyllirafta. Ölæði er sjúkdómur og slys, nema hvorttveggja sé,
og það virðist ekki fremur ástæða til að setja mann, sem þjá-
ist af áfengiseitrun, i tukthús en mann, sem fengið hefur flog
á götunni eða orðið fyrir bílslysi. Drukkinn maður ér ekki glæpa-
maður, heldur sjúkur á likama og sál, og krefst meðferðar sam-
kvæmt þvi. Fangaklefinn og svartholið eru vistarverur, sem sam-
ræmast hvorki i .einu né neinu hugmyndum nútimans um með-
ferð óðra manna. Það hefði verið myndarlegra, að um leið og
hert var á eftirliti með aumingjum af þessu tagi, hefðu verið
stofnaðar sérstakar deildir við ríkissjúkrahús vor, Landsspítal-
ann eða geðveikrahælið, helzt báða, til þess að líkna mönnum
með áfengiseitrun, i samræmi við það, hvernig öðrum sjúkling-
um er hjúkrað, sem hafa snöggsýkzt á almannafæri eða orðið
fyrir slysi. Það vantar lagafyrirmæli, í líkingu við lög um berkla-
varnir, sem geri ofdrykkjumönnum að skyldu að lifa einangr-
aðir frá fólki á þar til gerðum hælum, unz þeir hafa verið
iæknaðir og mega teljast hættulausir sjálfum sér og umhverfi
sinu, en tækifærisfylliröftum að vera á spítala undir læknis-
hendi, ineðan æðið er á þeim, þar sem dælt sé upp úr þeim,
þeir haðaðir, gefin meðöl við deliríum o. s. frv. Það er enginn
efi á því, að lögboðin áfengis-„aflúsun“ af þessu tagi mundi mæl-
ast hið bezta fyrir meðal aðstandenda fylliraftanna, og fyrir
unga tækifærisfyllirafta af báðum kynjum mundi slík „aflúsun“
vera ólíku jákvæðara uppeldismeðal en tukthúsið. H. K. L.
*
TÍMARITIÐ kostar kapps um að flytja ritgerðir og hugvekjur
þekktra menntamanna og áhrifamanna í landinu um áhugamál
þeirra, og það jafnt fyrir því, þótt þessi innlegg í málin séu
ekki ævinlega í samræmi við skoðanir stjórnarinnar i heild.
Stjórnin samanstendur af mönnum, sem hafa ýmisleg sjónar-
mið, ekki aðeins í þjóðfélagsmálum, heldur taka einnig ólíka
afstöðu til ýmissa andlegra efna. Hitt er okkur metnaðarmál,
að umræðuefni séu rædd á breiðum grundvelli, þó þannig, að
allar þær skoðanir, sem fram koma, séu í lýðræðislegum anda,
séu þrungnar einlægum menningaráhuga og styðji málstað al-
þýðu í landinu. Við hirðum minna, þótt í smærri atriðum sker-
ist í odda um sjónarmið einstakra höfunda tímaritsins, ef ekki
er í aðalatriðum hvikað frá þessum grundvelli. Þetta hefti flyt-
ur t. d. greinar eftir menn með jafn ólik sjónarmið og Gunnar
Gunnarsson, Kristinn E. Andrésson og Vilmund Jónsson.