Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 7
Jón Helgason: Að morgni. Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend, á himni ljómar dagsins gullna rönd, sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd. Ég aftanskinið óttasleginn lit ef ekki dagsins próf ég staðizt get, að mjakazt hafi ennþá út um fet þess akurlendis jaðar sem ég brýt. Með straumsins hraða nálgast æ sinn ós hið eina líf sem mér er tryggt og víst, ég aldrei veit er áfram hnöttur snýst hvort oftar skal ég sjá hið glaða ljós. Og þegar liggja laus við festarklett þau landtog sem mér héldu fyrr við strönd, en sortinn hinzti sígur yfir lönd, þá sveimar hugur um minn gamla blett. Þá sé ég hann er hryggilega smár, því hörku brast mig oft að starfa nóg; of seint! of seint! um heimsins eilíf ár ég aldrei framar legg þar hönd á plóg.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.