Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 8
Kristinn E. Andrésson: Hvað bíður íslands? Islenzka þjóð, við lifum nú eina af þeim örlaga- stundum, er marka svo djúp spor, að allt hið liðna birt- ist skyndilega í nýju Ijósi; liið ókomna er ekki lengur eðlilegt framhald þess, er var, heldur nýtt og óþekkt. Við sjáum, að allt okkar líf muni héðan í frá eiga ann- að gildi, jafnvel hlíta öðrum lögmálum, viðhorf okkar er breytt, komin ný tímamót. Þessi stvrjöld mun líða lijá. Sé giftan með okkur, get- um við komizt úr þeirri raunverulegu liættu, sem við erum stödd í, að verða vígvöllur okkur óvarðandi hern- aðaraðilja, komizt lijá því að sjá hæi okkar brenna og sprengjur tæta hold íslenzkra manna. Við treystum því einnig, að fá að byggja land okkar einir, að hinn erlendi her liverfi héðan sem fyrst á hurt, að ekkert annað ríki geri tilraun til að svelgja okkur. Að svo mildu leyti gæti allt orðið óbreytt frá því sem áður var. Við fengjum aftur frið, héldum sjálfstæði okkar, land- inu fyrir okkur sjálfa, tækjum aftur upp vinsamleg skipti við nágrannaþjóðirnar. Samt munu aldrei mást út spor þeirrar örlagastund- ar, er þjóðin nú lifir. Héðan i frá verður saga okkar önnur, ný barátta, nýjar staðreyndir að horfast í augu við. Við höfum lifað í þúsund ára einangrun, með heim- skautið og hafið að „vernd“. Einn dag er þessi einangr- un rofin, svo gersamlega, að sjálf valdaátök stórveld- anna verða að sínum liluta liáð hér. Við erum skyndi- lega í alfaraleið. Heimurinn liefur uppgötvað okkur að nýju, ekki sem land fjarlægðar, sagna og dranma, held-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.