Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 9
TÍMAMT MÁLS OG MENNINGAR 95 ur sem land nálægðar, hagsmuna og veruleika. Hinn útlendi her getur farið liéðan, en þessi uppgötvun gleym- ist ekki. ísland mun ekki lengur lifa utan við heim- inn, heldur inni í sjálfri atburðarás lians. Sjálfir höfum við getað gert aðra uppgötvun. Van- máttur okkar og smæð hefur aldrei speglazt jafn átak- anlega skýrt. Við höfum litið á okkur sem þjóð stórra sæva og stórra sanda. Nú erum við allt í einu ekki stærri þjóð en svo, að hvert meðalríki getur á fáum vikum, og án þess nokkuð muni um, ferjað hingað svo mikinn mannafla, að við erum innan stundar orðin horn- reka í okkar eigin landi, finnst jafnvel svo þröngt verða um okkur, að við getum hvergi farið frjálst. TJt úr þús- und atvikum getum við lesið fyrirli tningu á smæð okk- ar, kæruleysi um hin litlu mannvirki okkar, kæruleysi um landið og réttindi landsmanna. í augum herveld- anna erum við ekki hið tigna land okkar eigin skynj- ana, með bláum tindum, jöklum, fossum og hverum, ekki sagnaeyjan, hókmenntaþjóðin, ekki nein helgisaga, heldur fiskimið, herskipalægi, hentugt vígi. Virðingar heimsins njótum við aðeins úr fjarska, að ímyndun nokkurra fræðimanna eða rómantískra sjúklinga. Virð- ingunni fyrir þjóð okkar, landi og sögu, verðum við að lialda uppi sjálfir, önnur ríki láta það ógert. Þessa uppgötvun hafa síðustu atburðir fært okkur. Við höfum verið menn til að lifa af einangrun þús- und ára, viðskiptalega og stjórnarfarslega kúgun erlendr- ar þjóðar, harðleikni náttúrunnar, ísalög, eldgos og aðr- ar feiknir. Verðum við framvegis menn til að vernda samfélag okkar og halda uppi sjálfstæðri menningu, þeg- ar hyggð okkar liggur allt í einu í miðri þjóðbraut og erlendir straumar flæða hér yfir? Þessari spurningu geta Islendingar ekki svarað nema á einn veg: Við ætlum okkur vissulega að vera menn til þess.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.