Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 10
96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Enginn myndi vilja lialda því fram, að við liefðum
eígnazt þjóðarþroska og þá menningu, sem við stær-
um okkur af, vegna einangrunar, heldur þrátt fyrir ein-
angrun. Þjóðlíf okkar til forna blómgaðist bezt, með-
an við höfðum örust viðskipti við aðrar þjóðir, og ís-
lenzk menning reis að nýju, þegar við komumst aftur i
kynni við heiminn. Þrengsta einangrunin var um leið
myrkasta tímabilið í sögu okkar. Eins og' þyrstur maður
þráir svaladrykk, hafa fslendingar þráð heimslíf menn-
ingarinnar. Alla þessa öld liöfum við keppzt við að þurka
út spor einangrunarinnar, efla sem mest viðskipti við
aðrar þjóðir, skapa nútíma þjóðfélag, ekki í þeim til-
gangi að glata sjálfum okkur, heldur til þess að veita
nýju blóði í æðarnar, verða betri og menntaðri þjóð.
Við teldum okkur það lítinn sóma að vera aðeins fær-
ir um að lifa utan við heiminn. Við viljum einmitt vera
menn til að lifa í heiminum. Og á þessari öld, er við
höfum haft langsamlega mest skipti við aðrar þjóðir,
hefur þjóðlíf okkar hlómgazt sem aldrei fyrr. Við liöf-
um fengið nýja trú á landið og þjóðina, séð alla okkar
fortíð og framtíð í nýju ljósi. Við liöfum fyrst á þess-
ari öld verið að uppgötva auð landsins, séð allt vera
ógert, alls staðar blasa við ný verksvið. Samhandið við
umheiminn átti ekki að boða þjóðinni né sjálfstæði
hennar neina hættu, heldur skapa okkur skilyrði til
þess að verða hæfari til að lifa í landinu. Við viljum
líía svo á, að saga íslendinga sé mest eftir, svo að hin
liðnu þúsund ár sé aðeins veikt, myrkt, þungt uppliaf
bjartari og léttari tíma. Svo langt inn í framtíð sem
við þorum að hugsa, höfum við séð ísland byggt af
íslendingum, nýjum og' nýjum kvnslóðum, æ frjálsari
og hamingjusamari.
Við viljum ekki hverfa og getum ekki liorfið
aftur til einangrunar. Við kjósum það eitt og eig-
um þess jafnframt eins úrkosti, að lifa í sambúð