Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Qupperneq 15
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
101
einbeita öllum kröftum okkar að því að styrkja innri
mátt þjóðfélagsins, treysta sem bezt öll félagsleg sam-
tök, skapa samheldna þjóð, sem lier sjálfsvirðingu í
brjósti, hefur skilning á því sögulega blutverki, sem -
bíður hennar í dag, tekur á sig ábyrgð frammi fyrir
komandi kynslóðum, hugsar ekki í hugtökum líðandi
stundar heldur í hugtökum sögunnar, leggur fram líf
sitt og starf í þjónustu hamingjusamari framtíðar óbor-
inna kynslóða á íslandi. Hver einstaklingur á íslandi,
verkamaður, bóndi, sjómaður, menntamaður, verður á
þessum tíma að liefja lif sitt og starf í hærra veldi, gefa
því félagslegt og sögulegt innihald, verður að ætla sér
ný og stækkuð verkefni, temja sjálfan sig til félags-
lyndis, til stærri fórna fvrir samtök sín, stéttarleg, fag-
leg, menningarleg, sem innri máttur þjóðfélagsins bygg-
ist fvrst og fremst á. Við verðum öll í félagi og hver
einstakur að miða allt okkar líf við það að standast þá
raun, sem nú ber að böndum, og eflast við hana bæði
sem þjóð og einstaklingar. Augu framtíðarinnar hvíla
á allri athöfn okkar.
Nú er sú stund komin, að íslendingar verða að gera
sér ljóst í alvöru, hvernig ástatt er í þjóðfélagi þeirra,
verða að meta að nýju hver sína stjórnmálaafstöðu
og þjóðfélagslegu ábyrgð. Þeir geta ekki lengur flúið
undan sjálfum sér og varpað ábvrgðinni liver á ann-
an. Samheldni þjóðarinnar, veit hver maður, er enginn
veruleiki. Þjóðin stendur hvorki sem ein heild út á við,
né í innanlandsmálum. Það er ekki liægt með neinum
lygavef að breiða yfir stéttaandstæðurnar í landinu. Það
er opinber staðreynd, að fámenn klíka gróðabralls-
manna hefur sölsað undir sig mest ráð í þjóðfélag-
inu, einokar að miklu leyti stærsta atvinnurekstur lands-
manna, afurðasölu, utanríkisverzlun og fjárstofnanir.
Þessi hagsmunaklíka hefur í mörg ár beitt alþýðustétt-
irnar, sérstaklega verklýðsstéttina, fullum fjandskap og