Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Síða 18
104
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
veldin hefðu ekki getað ráðið við. Hún er aðeins rök-
rétt framhald þeirrar stjórnmálastefnu, sem liratt þjóð-
unum út í siðasta stríð. Hún er rökrétt afleiðing þess að
láta fjárglæframennina, er reka styrjaldir sem arðhær-
asta gróðafvrirtæki, ná þeim völdum í þjóðfélaginu, að
þeir geti fyrirskipað stjórnmálastefnu ríkjanna. En sorg-
legastur er sá þátturinn í aðdraganda hennar, þeg'ar
sjálfir óheillamennirnir hafa verið hylltir sem bjarg-
vættir friðarins.
Islenzka þjóðin liefði vissulega margt að læra af ör-
lögum annarra þjóða. Hún er engin undantekning í því
efni, að hafa látið blekkja sig til fagnaðarláta eða skyn-
semislausra æsinga, allt eftir því, á hvaða strengi valda-
menn þjóðfélagsins hafa viljað leika í það skiptið. Hún
hefur látið þylja yfir sér mikla og ljóta reyfara um land-
ráðastarfsemi „ættjarðarlausra“ fslendinga. Ef til vill
væri henni samt hollt að átta sig betur á því, hvort per-
sónurnar í þeim reyfurum eru látnar ganga undir rétl-
um nöfnum, og' læra af sögu annarra þjóða, hvar i
flokki hina „ættjarðarlausu“ er venjulegast að finna.
Það væri jafnvel ekki úr vegi að krefja sjálfa ríkis-
stjórn íslands til sagna um það, hvort hún hafi haldið
vörð á réttum stöðum, eða hvaða tilraunir hún liafi
gert til þess að hindra orsakir síðustu atburða, eða með
hversu miklum manndómi liún liafi haldið uppi rétti
og virðingu íslands. En það, sem ennþá meiru varðar,
úr því sem komið er: Hvað verður gert í framtiðinni?
Hvað verður gert til að liindra það, að réttur og liags-
munir þjóðarinnar .verði ekki að óþörfu bornir fyrir
liorð? Hvað verður gert til þess að koma í veg fyrir
það, að braskararnir noti sér framvegis hæði styrjöld-
ina og liernámið til gróða fyrir sjálfa sig, en þá um
leið til tjóns fyrir sjálfstæði og velmegun þjóðarinn-
ar? Það er full ástæða til tortryggni. Ríkisstjórn þessa
lands hefur verið auðsveipari að hlita vilja fjárvalds-
ins heldur en vilja almennings í landinu. Hún hefur