Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 24
110 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fjandskap. Samt viljum við enga einangrun, kjósum ekkert frekar en vinsamlega sambúð við allar þjóðir. Við treystum einmitt á blómgun íslenzks þjóðlifs í sam- búð okkar við heiminn. Það er styrjöldin, sem hefur svift okkur þeirri sambúð. íslenzk alþýða verður engu að síður að vera trú sínum alþjóðlegu félagslegu hug- sjónum. Það er ekki alþýða landanna, sem ber sök á þessu striði, það eru ekki þjóðirnar, sem rísa í fjand- skap hver gegn annarri, lieldur etja þeim saman til manndrápa og iiermdarverka nokkrir hópar fjárglæfra- manna, sem stolið hafa sér valdi yfir þjóðunum. Alþýð- an liatar styrjaldir, þjóðirnar vilja lifa i friði hver við aðra. En vilji þjóðanna mun sigra þetta stríð sem önnur. Aftur mun rísa öld friðar og þjóðfrelsis yfir blóði drifna jörð. Á rústum sinna lirundu borga og hugmynda, held- ur mannkynið áfram að reisa aðrar nýjar og fegurri. Þá tökum við að nýju, sem sterkari og reyndari þjóð, npp vinsamlega sambúð við hamingjusamari heim. Steinn Steinarr: Malbik. Undir hundruðum járnaSra hæla dreymdi mig drauminn um þig, sem gengur eitt haustkvöld í hljóSum trega dúnléttum sporum hinn dimmleita stig, dúnléttum sporum veg allra vega og veizt aS ég elska þig.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.