Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 25
Sigurður Nordal: Jóhann Sigurjónsson. Nokkur brot úr mannlýsingu. Það hafa oröið örlög mín, af atvikum miklu fremur en ásetningi, að hafa meira og minna náin kynni af mjög mörgum skáldum. Meðal þeirra hafa verið mikil skáld, sem hafa fengið, átt skilið eða viljað fá Nobelsverðlaun, og síð- an allar götur niður til skálda, sem mundu ekki liafa verið sýnileg nema i íslenzkri smásjá. Eg hef lært eitthvað um skáldskap af þeim öllum, en áhrifin liafa verið með margvísleg- um hætti. Örfá þeirra hafa verið nokkuð svipuð því, sem eg hugsaði mér í barnæsku, að skáld ættu að vera. Eg held, að Jóhann Sigurjónsson hafi komizt næst þeirri draum- sjón. Það kemur ekki sjaldan fyrir, að myndin af mann- inum, sem skáldverk hefur skapað, gægist truflandi fram við lesturinn. Eg skal taka einn mann til dæmis, Henrik Ibsen, sem eg reyndar hvorki sá né heyrði, en veit þó glögg skil á af lýsingum fjölda samtíðarmanna. Það er undarlegt að lesa Pétur Gaut eða Villiöndina og hugsa svo um manninn, sem duldi andagift sína bak við gerfi þumbaralegs oddborgara, gekk eins og

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.