Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 30
116 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR. heima og í Höfn, sem urðu hissa, af því að þeir höfðu litið á þessa herferð Jóhanns inn i danskar bókmenntir eins og hvert annað óráðsflan og hann sjálfan sem von- arpening. Þeir gátu ekki annað en hneigt sig fyrir viður- kenningu erlendra manna, sem fór srvaxandi. En þeir gerðu það með hálfdræmum semingi, og sumir þeirra lofuðu seinni leikrit hans miklu meira, af því að þeim þótti hægt undanhald betra en hráð uppgjöf. Aftur á móti verð eg að játa, að bæði Galdra-Loftur og Lyga-Mörður ollu mér vonbrigðum. Jóhann var á því aldursskeiði, að hann átti að vera vaxandi, en hvorugt þessara rita efndi þau loforð, sem Fjalla-Eyvindur hafði gefið, og þaðan af síður þær vonir, sem eg hafði gert mér um afrek Jó- hanns af kynningunni við hann sjálfan. Það er bezt að segja það eins og er, að mér finnst hann hafa verið enn þá meira skáld en sjálfur Fjalla-Eyvindur, þetta snilldar- verk, sýnir til lilítar. Er þetta missýning? Kunni eg ekki í æskuhrifningu minni af Jóhanni að gera greinarmun á því, hvað liann var mikið skáld i lífi sinu og háttum, og gáfum hans, eins og þær voru í raun og veru? Þetta kann að vera. Það getur verið réttmætt að halda því fram, að skáldgáfa verði ekki mæld á neinn annan kvarða en ritverkin, eins og þau koma þeim fyrir sjónir, sem þekkja höfundinn alls ekki neitt. Og samt á eg bágt með að hætta alveg að trúa þvi, að hæfileikar Jóhanns hafi ekki verið meiri í hlutfalli við hæfileika ýmissa annarra skálda en beztu verk hans í samanburð við rit þeirra. Eg lield, að hægt væri að skýra þetta, þó að eg geti hér ekki gert annað en gefa fáeinar bendingar i áttina til skýringar. ★ Það mun hafa orðið mörgum vinum Jóhanns að undr- unarefni, hvernig verlc hans urðu til. ímyndunarafl hans virtist vera bæði frjótt og frumlegt, liugmyndagnóttin mikil, í samtali gátu setningarnar fæðzt af vörum hans í sigurkufli fullkomins forms. En þegar hann fór að

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.