Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Síða 32
118 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að það er bita munur en ekki fjár, hvort þeir nota hann til þess að hangsa og slæpast, spila og kjafta um ekki neitt, eða til þess að skvetta í sig. Öruggasta leiðin til þess að liafa hemil á sér við vín er ekki bláber afneitun, heldur „lífsnautnin frjóa, alefling andans og athöfn þörf“ á öðrum sviðum. Hafi Jóhann með pörtum sumblað í frekara lagi, sem eg vil ekki fortaka, mun ástæðan allt af liafa verið sú, að ritstörfin voru honum þá i svipinn torveld, vinnan gekk ekki nógu vel til þess að fullnægja honurn, hann varð að svala lífsþorsta sínum í félagsskap og var að bíða þess, að hann væri aftur fyrir kallaður til þess að taka til starfa. * Eg þylcist hafa skilið það betur síðar en eg skildi það meðan Jóhann lifði, að hann var í raun og veru alls ekki rithöfundur að eðlisfari. Þetta kann að virðast gífurlegt öfugmæli um mann, sem lét eftir sig önnur eins skáld- rit og hlaut slíka viðurkenningu. Það er ekki heldur sagt til þess að gera minna úr verkum Jóhanns. Þeirra gildi er engu síður ótvirætt. Miklu fremur á eg við hitt, að gera meira úr honum sjálfum í hlutfalli við verkin, og þá mun sumum finnast það oflof. En eg skal reyna að segja í fáum orðum, hvað fyrir mér vakir. Rithöfundur- inn að eðlisfari er sá maður, sem getur sagt með Esaias Tegnér, að hann hafi „eiginlega aðeins lifað meðan hann var að yrkja“ eða skrifa. Slíkum mönnum er lífið sjálft í raun réttri of ófullkomið til þess að uua við það, jafn- vel stundum nokkurs konar skuggatilvera. I ímyndun sinni skapa þeir sér nýjan himin og nýja jörð, þar sem þeir eru konungar i ríki sínu og þvkir gott að vera. Um- hverfið er þeim framar öllu athugunarefni, þar sem þeir afla fanga í verk sín. Þeir eru eins og býflugurnar. Þær vitja að vísu blómanna, en ekki til annars en sjúga úr þeim liunangið. Þeirra sanna heimkynni er búið, þar sem hunanginu er safnað sanian og komið haglega fyrir i vaxhólfunum. Þeirn kemur ekki til hugar að sitja að ó-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.