Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 33
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
119
þörfu í neinu blómi til þess eins að njóta ilmsins og sól-
skinsins og þaðan af síður að fara að veita hunangið, sem
þær safna, gestum og gangandi, sem á leið þeirra verða.
Þetta eru skáldin, sem samferðamennirnir undrast, að
skuli miðla þeim svo litlu af hugsunum sínum og hug-
kvæmdum, vera jafnóskáldleg i liáttum sínum og tali,
en um leið svo afkastamikil og regluhundin i starfi sínu,
að það er eins og þau „dragi meira en drottinn gefur.“
Jóhann Sigurjónsson var af öðru sauðahúsi. Skáldgáfa
hans beindist samkvæmt eðli hans ekki eingöngu að því
að semja bækur, jafnvel ekki fyrst og fremst að því, held-
ur að lífinu sjálfu. Það var ein af fjarstæðunum í fari
hans, að liann var skáldlegri í umgengni sinni við menn
en aðrir rithöfundar, af því að hæfileikar lians og hneigðir
voru svo fjarri því, að vera einskorðaðar við ritstörf. Mér
finnst oft einkennilegt að hugsa til þess, að hann skyldi
nokkurn tíma geta setið í einrúmi við skrifhorð og legið
yfir því að setja svarta stafi á pappír. Eg veit, að haim
gerði þetta og gerði það vel. En honum mundi hafa verið
skapi nær að þurfa aldrei að yrkja um lífið, heldur að
geta gert sitt eigið lif og allra þeirra, sem hann náði til,
að skáldskap, list og æfintýri. Mér liggur við að lialda,
að hefði Jóhann verið stórrikur maður, eins og hann
langaði til að vera, hefði hann kunnað að neyta auðlegðar
sinnar á svo furðulegan og marghreytilegan hátt, að hann
hefði engan tíma haft til þess að yrkja neitt annað. En
nú var Jóhann, þegar hann réð af að verða rithöfundur,
ekki nema fátækur, íslenzkur námsmaður í Kaupmanna-
höfn. Hann fann það í sjálfum sér, að hann gat orðið
mikið skáld. Hann valdi sér þá braut og kaus sér sjálf-
rátt þá grein skáldskaparins, sem hann vissi, að var væn-
legust til skjóts frama og mikils auðs, ef nógu vel tækist.
Ihsen hafði orðið miljónaeigandi á leikritum sínum, og
hvers vegna skyldi Jóhann ekki geta orðið það líka? Var
önnur leið greiðfærari fyrir hann eins og á stóð? Honum
skjátlaðist að vísu ekki með hæfileikana. En honum