Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 39
Sigurður Þórarinsson:
Listgildi kvikmynda.
Það mun hafa verið að áliðnum vetri 1937, að kvik-
myndahúsið „Skandia“ i Stokkhólmi hafði frumsýn-
ingu á sænskri kvikmynd, er hét „Mötunevtið Paradís“.
Daginn eftir frumsýninguna birtu öll helztu hlöð borg-
arinnar einróma skammir um þessa kvikmynd. Hún
var talin pilsnermynd af lélegasta og smekklausasta tæi,
en pilsnermyndir kalla Svíar gamanmyndir, hverra
fyndni er einkum fólgin í þvi, að leikendur kasta rjóma-
tertum hver í annars andlit, karlmenn villast inn í
lcvennabaðklefa, bófunum skrikar fótur á bananahýðum
o. s. frv. Oft höfðu sænskar kvikmyndir verið víttar harð-
lega af sænskum gagnrýnendum, en í þetta skipti kast-
aði tólfunum. Nokkrum dögum síðar var boðað til mik-
ils fundar í tónlistahöllinni i Stokkhólmi. Fundarboð-
endur voru sænskir rithöfundar, listdómarar og aðrir
andans pótintátar þar í landi. Fundurinn lýsti yfir and-
styggð sinni á „paradísar“myndinni og öðrum sænskum
kvikmyndum af sama tæi og ræddi ýmsa möguleika til
þess að hæta sænska kvikmyndaframleiðslu. Daginn eft-
ir hvarf „paradísar“-myndin úr Skandia og var eigi
sýnd í Stokkhólmi eftir það.
Svo bar það til í sumar sem leið, að mér varð litið
á kvikmyndaauglýsingar Morgunblaðsins einn morgun.
Þar var þá auglýst kvikmyndin „Mötuneytið Paradis“,
ein af þessum „bráðskemmtilegu, vinsælu, sænsku gam-
anmyndum“, — orðalagið man ég ekki alveg, en það