Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 40
126 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR var í þessum dúr. — Sömu auglýsinguna gaf að líta í öll- um blöðum bæjarins. Ekkert þeirra hafði siðar neitt við liana að athuga. Og fólkið þyrptist í GamJa bíó til að auðga sinn anda. ------ — Þetta er aðeins eitt af ótali dæma, er sýna, að annaðhvort telja islenzk blöð kvikmyndalistina ekki þess virði, að það taki þvi að gera rekistefnu út af því, livaða kvikmyndir eru sýndar, eða þá að kvikmynda- smekkur þeirra, er að blöðunum standa, er svo óþrosk- aður og ósjálfstæður, að kvikmyndaauglýsingarnar eru teknar góðar og gildar. Raunar heyrist stundum kvis- að um þriðju ástæðuna, sem sé þá, að blöðin selji mein- ingu sína fyrir þær fáu krónur, sem þau fá fyrir kvik- myndaauglýsingarnar, en svo ljótur orðrómur er nátt- úrlega uppspuni einn, eða livað, blaðaeigendur? --------Kvikmyndalistin er enn þá ung. Að vísu er tal- ið, að liún eigi rót sína að rekja til skuggaleika þeirra, er tíðkazt liafa í Kína allt frá dögum Wu keisara, er ríkti nokkru fyrir Krists burð, en hið eiginlega fæðing- arár kvikmyndagerðarinnar er oftast talið árið 1895, þeg- ar Lumiére-bræðurnir i Frakklandi tóku fyrst að sýna lifandi myndir. Um eiginlega kvikmyndalist er ekki að ræða fyrr en eftir 1910. Fram á síðustu ár hefur kvikmyndalistin eigi notið op- inherrar viðurkenningar sem list á sama hátt og t. d. hljómlist eða leiklist. Það hefur þótt — og þykir víða enn — miklu fínna að sjá lélega óperu en góða kvik- mynd. Það þætti þunnur menntamaður, sem ekki kynni að greina á milli Sinclair Lewis og Edgar Wallace, en enn þá þykir eigi hneyksli, þótt sami maður kynni ekki mun á Fritz Lang og Alfred Hitchcock. Þetta viðhorf er þó mjög að breytast víða. í sænsk- um blöðum er t. d. frumsýningar góðra kvikmynda get- ið á forsiðu með stórum fyrirsögnum, og kvikmyndirn- ar gagnrýndar jafnitarlega og leiksýningar á konung- lega leikhúsinu.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.