Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 44
130 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um sænsku kvikmyndastjórum að samræma raunsæjar mannlýsingar og ljóðrænar náttúrulýsingar i listræna lieild. Góð ljósmyndun er enn þá aðalstyrkur sænskra kvikmynda. Þegar fyrir daga talmyndanna var sænskri kvikmynda- list þó farið að hnigna. Þvi ollu einkurn fjárliag'svand- ræði. Þetta lilla land gat ekki keppt við margmiljóna- fyrirtæki stórveldanna. Beztu kvikmyndastjórarnir og leikendurnir fluttu til Ameríku. Svo kom talmyndin til sögunnar og stýfði samkeppnismöguleika sænskra kvik- mynda enn meir. Nú var varla um annan markað að ræða en heimamarkað, og þvi eigi tök á að vanda eins til myndanna og áður. Því væri rangt að neita, að Sví- ar liafi gert nokkrar góðar talmyndir, má þar til nefna gamanmyndina: „Við, sem vinnum eldhússtörfin", og myndir alvarlegs efnis, eins og t. d. „Frægð“ (,,Karriár“) og „Sá gamli kemur“ („Guhben kommer“), en allur þorri kvikmyndanna er lélegur og hylli þeirra heima ber vott um lélegan kvikmyndasmekk. Hið hljómfagra mál og afhragðs ljósmyndun á þó sinn þátt í þessari liylli. -----— Það er ekki hægt að gefa yfirlit yfir kvik- myndaframleiðslu án þess að geta rússneskra kvik- mynda. Ég nefni þær með vilja næst á eftir þeim sænsku. Hinir miklu rússnesku kvikmyndastjórar, Eisenstein og Pudovkin, hafa nefnilega lært mikið af þeim Sjöström og Stiller, en þeir hafa farið fram úr lærifeðrunum, náð hærra, rist dýpra. Engin kvikmynd hefur haft jafnmikla þýðingu um þróun kvikmyndalistarinnar og kvikmynd Eisensteins, „Bryndrekinn Potemkin“ (1925). Hún skap- aði skóla og er talin sígilt listaverk. Líka dóma hlaut næsta mynd hans, „Síðustu dagar St. Pétursborgar", og Pudovkin myndin „Óveður yfir Asíu“. Ljósmyndunin, skeytingin, fjöldaverkanir, hið miskunnarlausa raun- sæi, afburða leiklist án nokkurrar stjörnudýrkunar. Allt þetta ber af því, er menn áður höfðu kynnzt í kvik- myndalist. Að Eisenstein-kvikmyndunum má e. t. v.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.