Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 46
132 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR laust ofskraut og tilbreytingalej'si i efnisvali. Það úir og grúir af „Wildwest" myndum, bófamyndum og íburðarmiklum, sögulega ramfölskum „sögulegum“ myndum. í síðustu myndum hefur gætt allmikið siða- prédikana, sem allar eru á þessa leið: Enginn verður sæll, þótt hann eigi átján miljónir, láttu þér því nægja eina. Þá hættir og amerískum kvikmyndastjórum við að steypa leikendurna í sömu mót. Kvenfólkið er „dúkkusætt“, en kynlaust, karlmennirnir axlabreiðir, mittismjóir og snoppufríðir, en ósköp ómerkilegir til sálarinnar. Undantekningar finnast þó margar, eins og áður getur. —------Franslcar lcvikmyndir munu vera jafnbezt- ar þeirra kvikmynda, sem framleiddar eru nú sem stendur. Kvikmyndastjórar svo sem Duvivier, Renoir og Clair, skapa hvert listaverkið eftir annað. Einn aðal- styrkur og „charme“ franskra kvikmynda er það, hve vel þær fanga andrúmsloft ogstemmninguþess umhverf- is, er þær lýsa. Kvikmynd Clairs, „Undir þökum Par- ísar“ („Sur les toits de Paris“) er hér enn sígilt dæmi. Engir kafa svo djúp mannlegrar sálar og greiða svo flækjur mannlegra tilfinninga og ástríðna sem hinir frönsku kvikmyndastjórar. Þeir kunna að lýsa því, sem gerist, þegar ekkert gerist. Þeir hafa lært af frönskum rithöfundum að tala berort um ástalif, án þess að verða klúrir. Það má að frönskum myndum finna, að þær séu stundum nokkuð silalegar og að tilbreyting i efnis- vali sé lítil. Þær eru ekki fáar, kvikmyndirnar um eiginmanninn, sem er miðaldra heiðursmaður i góðri stöðu, en lélegur til ásta, og konuna hans unga, fríða og elskulega, sem metur mann sinn, en dreymir um „ungan hraustan Tyrkja“. Einn góðan veðurdag kynn- ir húsbóndinn hana ungum vini sínum og svo fer sem fara hlýtur. Morð eða sjálfsmorð kemur fyrir í flestum

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.