Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 49
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
135
nokkru leyti gildir hið sama um hljómlist. Um kvik-
myndalistina sem slíka hef ég áður rætt. Landið okk-
ar er einangrað og afskekkt. Mj'nd margra af umheim-
inum skapast nær eingöngu af kvikmyndunum. Það er
því hrýnni nauðsyn heima en víða annars staðar að
vanda til þeirra kvikmynda, sem sýndar eru. Hér ætti
og að vera nokkuð- hægt um vik. Siðustu árin hefur
framleiðsla góðra kvikmynda í veröldinni verið það
stór, að vorkunnarlaust ætti að vera að sýna einungis
góðar kvikmyndir heima. En því miður fer fjarri því,
að þetta sé gert. Sízt ber því að neita, að stundum eru
sýndar afbragðsmyndir, en varla mun þó ofsagt, að
yfir helmingur allra þeirra kvikmynda, sem sýndar eru
lieima, séu lakari en í meðallagi, og sumar fyrir neð-
an allar hellur. Þetta er algjörlega óviðunandi. Með
réttu liafa mörg ljót orð verið sögð um hina gömlu
dönsku einokun á matvælum til landsins og þá skemmdu
fæðu, er við urðum stundum að þola. En er okkur
iiollari hálfgerð einokun á sumum tegundum andlegr-
ar fæðu, og eigum við að gera okkur að góðu, að okk-
ur sé boðið upp á slíka fæðu lélega, ef hægt er að
útvega betri. Nei, ónei. Hér her stjórn fræðslumálanna
að taka í taumana og fylgja ekki þeirri kæruleysis-
stefnu, sem okkur íslendingum er svo töm. Hér hafa
og blöðin stórt hlutverk að vinna. Þeirra er að gagn-
rýna vægðarlaust lélegar kvikmyndir, en lofa þær, sem
lofsverðar eru. En fyrst og fremst her þeim að reyna
að hæta smekk fólksins um kvikmyndir, kenna því að
skilja kvikmyndalistina og njóta hennar. Takist þetta,
líður ekki á löngu, þar til almenningur setur sjálfur
fram hina sjálfsögðu kröfu: Betri kvikmyndir!