Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 51
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 137 Lýðræði í ekki mjög rúmri merkingu er það, að sam- eiginlegum málum þjóðfélags ráði vilji meiri hluta þjóð- arinnar eins og liann birtist við almennar, frjálsar kosn- ingar, framkvæmdur af rétt kjörnum fulltrúum og fram- kvæmdunum hagað eftir þeim reglum, sem þeir setja, en þjóðinni gefst siðan kostur á við hverjar kosningar að hafa áhrif á að breyta. Um lýðræði skilgreint á þenna hátt getur okkur, fylgjendum næsta óskyldra stjórnmála- flokka, komið saman -— og vonandi meira en að nafni til. Þó að ýmsum okkar kunni jafnvel til skannns tíma að liafa fundizt fátt um slíkt lýðræði — sumum fyrir það, Iivers því væri vant, en öðrum þótt það um of ríflega skammtað — ætla ég, að atburðir síðustu tíma liafi mátt sannfæra okkur og margan hálfvolgan fylgjanda lýðræði- isins um, hvað i húfi er, ef vikið er af grundvelli þess og horfið til mótsetningar lýðræðisins: einræðisins í einu formi eða öðru. Vissulega hafa þeir atburðir mátt gera okkur umburðarlyndari við sjálfsagða ófullkomleika og vankanta lýðræðisins, sem eru ekki vandfundnir: margvis- legar mótsagnir þess varðandi ahnenn réttindi, seinagang- ur, skriffinnska, orðaglamur, úlfúð og illdeilur, mála- miðlanir, liálfverk í flestum efnum og spilling í mörg- um greinum. Okkur hafa gefizt gildar ástæður til að minn- ast þess, að þrátt fyrir alla sína veikleika, hefur lýðræðið til þessa dags reynzt hvort tveggja í senn: öflugast í vörn og þegar til lengdar lætur drýgst í sókn fyrir þeim mann- réttindum, sem ein eru fær um að trvggja til nokkurrar frambúðar friðsamlegt samfélag mannanna, er skilið eigi að heita þjóðfélag — að ég' lali ekki um menningarþjóð- félag. Og þegar öllu er á botninn hvolft, lofar lýðræðið enn heztu um, að þjóðfélögin nái undir merkjum þess lengst í átt þeirrar fullkomnunar, sem beztu og réttsýn- ustu menn fyrr og síðar hefur drevmt um. Bezt horfir þetta með þeim þjóðum, sem kalla má, að lýðræðishug- sjónin sé í blóðið borin, sumpart og sennilega fyrst og fremst vegna lyndiseinkunna þeirra, þ. e. skapfestu eða 10

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.