Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 55
TÍMARIT MÁLS 00 MENNINGAR 141 áttum. Er ég þannig ekki ugglaus um, að lýðræðinu og skipuÍagsháttum þess kunni að stafa nokkur hætta af sjálfu sér, eða réttara sagt: ég veit það með vissu. Yæri ekki full ástæða til að athuga það atriði vandlega, ef úr kynni að mega hæta? Þá geri ég engan veginn lítið úr þeirri hættu, sem lýð- ræðinu stendur af þeim, er beinlínis játast til ofbeldis- flokkanna staðráðnir i að kollvarpa lýðræðinu, og hirði ég aldrei, hve fagurt þeir mæla um að endurreisa það aftur í fullkomnari mynd. Vísa ég um það bæði til Rúss- lands og Þýzkalands. I viðskiptum sinum við þessa flokka er lýðræðið vissulega statt i hættulegu öngþveiti og sjálf- heldu. Annars vegar er að rétta þeim andvaralaust upp i hendurnar öll réttindi lýðræðisins og horfa á þá nota þau til að grafa undan því, og liins vegar er sú hráða hætta, að lýðræðið verði gripið því liysteriska fáti geðæsinga- manna, að það afnerná sjálft sig til þess að andstæðing- unum gefist ekki tóm til að tortíma þvi. En þetta er að láta sér farast eins og manni, sem bjargar sér undan brennuvargi með þvi að brenna sjálfur upp býli sitt. Ég er ekki við þvi búinn að segja til um, hvað upp skuli taka, en að óreyndu vil ég ekki trúa því, að hér megi ekki með góðri aðgæzlu finna skynsamlegan og hallkvæman með- alveg lýðræðinu samboðinn. Loks tel ég þá hætlu, sem hvoru tveggja: lýðræðinu og sjálfstæði ríkisins, stendur af þeim, sem mjög mæna nú til annarra landa um ihlutun mála hér. Má svo fara, að skilgreining þess, sem nefnt er landráð og viðurlög við þeim brotum, reynist fyrr en varir algerlega úrelt, og ætla ég fulla ástæðu til að taka það til mjög rækilegrar endurskoðunar. I samræmi við það, sem ég hef nú leyft mér að segja, er það, að ég vil beiðast leyfis hv. forseta til að hera fram skriflega breytingartillögu við þingsályktunartillögu þá, sem fyrir liggur. Það, sem skorta kann á, að hv. þing- menn hafi skilið, hvað ég er að fara, vænti ég, að þeim verði ljóst, er þeir heyra hreylingartillöguna. Meðflutn-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.