Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 56
142 TÍMARIT MALS OG MEN'NINGAR ingsmenn mínir að henni eru þeir, liv. 9. landkjörinn þing- maður (Árni Jónsson) og hv. þingmaður Barðstrendinga (Bergur Jónsson), en mér er skylt að geta þess, að á greinargerð minni fyrir henni bera þeir að sjálfsögðu enga ábyrgð. Fer ef til vill eins vel á því, að ég lesi breytingartillöguna sjálfur, ef hv. forseti vill gefa mér það til leyfis. Hún er svohljóðandi: 1. Tillögugreinin orðist svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram athugun á því, livernig hið íslenzka lýðræði fái bezt fest sig i sessi og varizt jafnt áróðri sem undir- róðri ofbeldisflokkanna og annarra andstæðinga lýð- ræðisskipulagsins, með sérstöku tilliti til þess, að ein- stökum mönnum, stofnunum, félögum eða flokkum lialdist ekki uppi að nota sér réttindi lýðræðisins til að grafa undan þvi og siðan tortíma því, en jafnframt með sem fyllstu tillili til þess, að lýðræðið beiti jafnan þeim aðferðum sér til varnar, er sem hezt fái samrýmzt anda þess og því, að ekki leiði til þess, að það verði sér sjálfu að falli. Athugunum þessum verði lokið fyrir næsta Al- þingi og svo frá þeim gengið, að þær geti orðið undir- staða löggjafar um þessi efni, ef tiltækilegt þykir. 1 sambandi við þetta láli rikisstjórnin endurskoða ákvæði íslenzkrar löggjafar varðandi landráð og leggi niður- stöður sínar fyrir næsta Alþingi. 2. Fyrirsögn tillögunnar orðist svo: Tillaga til þingsályktunar um undirbúning löggjafar og annarra ráðstafana til verndar lýðræðinu og öryggi ríkisins. Tillagan var siðan endanlega samþykkt i þvi formi, seni hér fer á eftir: 1. Tillgr. orðist svo: Alþingi ályktar að lýsa því yfir, að það væntir þess, að ríkis- stjórnin og önnur stjórnarvöld hafi vakandi auga á þjóðhættu-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.