Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 62
148 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þessa ekki komið fyrir almenning orð né atvik, sem neinn sérstakur sómi væri að saga vor geymdi, eða sem jafna mætti til orða þeirra, er vitnað var i áðan, eða svars Ein- ars Þveræings við umleitan Noregskonungs um Grímsey, eða ummæla Þorgeirs frá Ljósavatni,þáersiðaskiptinurðu. Hrakað er nú högum vorum, að vér, við hertekningu landsins, og það jafn óverðskuldaðri og óvitlegri her- tekningu, skulum gegna linmælum einum og jafnvel skuli til vera þeir menn í landinu, er flaðra upp um framandi dáta eins og hundar með hringuð skott. ★ „Ekki skal gráta Björn hónda, heldur skal safna liði“, sagði sú, er einna mestur skörungur hefur verið íslenzkra kvenna, fyrr og síðar, Ólöf Loptsdóttir rika, húsfreyja að Skarði, þá er forfeður þeirra manna, er vér nú sumir hverjir tökum með ærnu dálæti, sendu lienni heim í búið bónda hennar, Björn riddara Þorleifsson, sundurbrytj- aðan, að sagt er. Og þar sem konan var hvort tveggja í senn, stórráð og gagnráð, lét hún ekki standa við orðin tóm eins og kunnugt er. Þessari miklu konu hefur hingað til verið lítill sómi sýndur, hók engin til um liana; þó hefur Grímur Thom- sen ort um liana veglegt kvæði, eins og hans var von og vísa og önnur skáld vikið henni hrósyrði, ef svo har und- ir, líkt og hún sjálf mun hafa rétt beiningamanni mötu. Eins og liögum vorum nú er komið, fer það að verða allsmánarlegt að láta Ólöfu Loptsdóttur liggja öllu leng- ur óhætta hjá garði, og lítið er þá orðið skap íslenzkra manna og kvenna og hágur þeirra myndarskapur, ef vér látum oss ekki áminningar örlaganna að kenningu verða og notum það tækifæri, sem oss er fengið svo áþreifan- lega upp í hendurnar, til þess að reisa þessari tápmestu formóður vorri minnisvarða. Það er gott að hafa átt slíka konu og aðrar henni lik- ar, eins og Þórunni Jónsdóttur á Grund. En framtíð ís- lands og íslenzku þjóðarinnar veltur á hinu, hvernig

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.