Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 64
150 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En hversu vel sem menn annars trúa og treysla þessum valdmiklu frumherjum frelsis og mannréltinda, ber oss skynsemis-skylda til að líta svo á, að það geli verið undir hælinn lagt, hvernig skipti vor við þá fara að ófriði lokn- um. Margt getur viljað til, er breyti viðhorfum. Vera má, og vonandi er, að þeir við stríðslok, að óbreyttum kringumstæðum, hverfi héðan aftur sjálfviljugir. Vér von- um það vafalaust öll! En setjum nú svo, að kringumstæð- urnar breyttist? Hvað þá! Setjum svo, að stríðið standi lengi, mörg ár, sem vel er hugsanlegt og jafnvel sennileg- ast; og að vér á endanum örmögnumst undan því þannig, að vér lendum endanlega í vasanum á valdhöfunum meira en orðið er, segjum tvöfalt eða jafnvel tífalt við það sem orðið er! Hvað þá? Setjum ennfremur, að svo hörmulega vildi til, að Bretar verði sóttir hér heim af fjandmönn- um þeirra, og að hernaður í landinu, hernaður, sem ekk- ert kemur oss við, annað en vér erum tilneyddir þolend- ur, leiði til þess, að eyðiiagðar verði hér brýr þær og önn- ur mannvirki, sem vér á síðustu áratugum höfum fórnað svo miklu til að koma oss upp. Þetta er, þótt raunalegt sé, fyrirsjáanlegur möguleiki — og hvað þá? Væri ekki hugsanlegt, að liag vorum yrði þannig komið að stríði loknu, að Bretar af sinni miklu mannúð sæju sér ekkí fært að yfirgefa oss að svo stöddu? Þeir eru þekktir að því, að það er oftast þjóðanna sjálfra vegna, að þeir hverfa ekki úr löndum þeim, sem þeir hafa komizt yfir. Gæti ekki farið svo, að vér vrðum svo aumlega staddir, að vér jafnvel bæðnm þá um að vera hér áfram? Slik framvinda getur varla talizt óhugsanleg, og vér erum þó eflaust öll sammála um það, hvað sem annars kann á milli að bera, að ílendist Bretar eða nokkur önn- ur þjóð liér að striði loknu, má það ekki vera oss sjálfum að kenna. „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur skal safna Iiði“ .... Það þýðir litið að harma með tárum hertöku

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.