Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Qupperneq 67
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
153
„hagi og réttindi kvenna“. Var það einnig í fyrsta sinn, að nokk-
ur kona áræddi slikt hér á landi.
Frá æsku hafði hún fundið sárt hinn mikla mismun, er gerð-
ur var á uppeldi drengsins og stúlkunnar, drengnum opnuðust
ótal leiðir til menntunar og frama, ef hann hafði vit og orku
til, en öðru máli var að gegna um unglingsstúlkuna, henni stóðu
fáir vegir opnir og átti oftast lítillar eða engrar menntunar völ.
En Briet var ekki sú kona, er vildi lúta gömlum vanakenn-
ingum. í hrjósti hennar hrann heit frelsisþrá og réttlætistilfinn-
ing, er knúði hana til að risa upp á móti kúgun og þröngsýni
og krefjast til handa sjálfrar sín og kynsystra sinna meira frels-
is, meiri menntunar og fullkomins jafnréttis.
Til þess að geta vakið konurnar sjálfar til hugsunar og skiln-
ings á þessum málum og sameinað þær i baráttu fyrir réttind-
um sínum, byrjaði hún að gefa út „Kvennablaðið“, og hélt því
út i rúman aldarfjórðung,
Blaðið var afburða vel ritað, og svo vinsælt, að ennþá kenn-
ir i orðum þeirra kvenna, er á það minnast og lásu það, ann-
aðhvort sem fulltiða konur eða unglingar, hlýju og þakklætis,
eins og minnzt sé gamals vinar, mun og margri ungri sveita-
stúlkunni hafa fundizt sér opnast nýir lieimar við lestur þess.
Einnig gaf hún um tima út „Barnablaðið“.
í blaði sinu þreyttist hún ekki á að eggja konur lögeggjan og
livetja þær til dáða.
Árið 1907 stofnar hún Kvenréttindafélag íslands og var um
20 ár formaður þess, en árið áður liafði hún sótt þing Alþjóða-
kvenréttindasambandsins og kynnzt störfum þess og eignazt vjni,
sem eins og hún helguðu krafta sína réttindabaráttu kvenna.
Mun sú kynning hafa haft mikil og djúp áhrif á hana og aukið
henni trú á sigur.
Á næstu árum á eftir nær haráttan hámarki sinu undir for-
ystu Kvenréttindafélags íslands, og er frú Bríet hinn sjálfkjörni
foringi, enda skorti hana fátt, sem slíkan má prýða. Hún er
gáfuð, stórhuga, djörf og prýðilega máli farin, bæði i ræðu og
riti. Hún fylgir málunum fast eftir, en mun þó jafnan hafa gætt
allrar prúðmennsku í sókn sinni.
Má með sanni segja, að konunum hafi orðið vel ágengt og
hver sigurinn fylgt öðrum: 1908 fá þær, 25 ára og eldri. kosn-
ingarétt og kjörgengi til bæja- og sveitastjórna, 1911 öðlast þær
aðgang og rétt til æðri menntastofnana og embætta, 1915 kosn-
ingarétt og kjörgengi til Alþingis, sá réttur er þó í fyrstu tak-
markaður við 40 ára aldur, og loks í frelsisöldu þeirri, sem fór
yfir heiminn eftir heimsstyrjöldina siðustu og náði alla leið til
11