Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 78
Guðfinna Jónsdóttir: Velferð konungsins. Með þyrnikrónu um konungsenni, sjá, Kristur enn þá um veginn fer. í döprum hug og af þorsta þjáður á þreyttum herðum hann krossinn ber. Vér heyrum rödd hans i blænum berast, hún berst svo þýtt gegnum ský og lund. ,,ó, gátuð þér ei á verði verið og vakað með mér um eina stund." Og eikin hvislar og lindin Ijóðar um lífsins þjáning, um sorg og mein. Því blóði döggvast nú iðgræn engi og akurliljan svo björt og hrein. En drottinn lítur með heilum harmi á herjuð lönd og ’inn þögla ná síns veika bróður, er býlið reisti og bað um frið til að yrkja og sá. Hann sér að ofbeldið rikjum rœður og réttur hnefans þar dugir bezt. En dýrðleg musteri menning byggir og mannlegt hatur að völdum sezt. Og krossins ok verður þyngra og þyngra og þyrnikórónan nistir hörð. Svo gengur konungur konunganna, er hvergi riki sitt fann á jörð. En rödd hans hljómar sem dauðadómur að daufum eyrum hins seka manns og fer i stormbyl um fjöll og dali: „Eg fól þér bróður minn. Gættu hans."

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.